þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Bloggleti

Spurning hvort maður eigi að kvarta yfir bloggleti annarra þegar eigið blogg er nær dauða en lífi ;) Glóan mín þó sú eina sem hefur kvartað en maður lætur nú ekki segja sér það tvisvar að maður sé lélegur bloggari ;)


Skvísurnar á Happy Days


Sumarið að verða búið. Því hefur að mestu verið eytt í vinnu en þó smá skemmtun inn á milli. Kátir Dagar í dýrðinni og dásemdinni voru náttúrulega bara æði eins og vera ber. Mamman átti afmæli helgina eftir og í tilefni af því var farið í ferð eins og í gamla daga þegar börnin voru öll í aftursætinu - við tókum ekkert meira pláss núna ;) Fórum á Þeystareyki og í Mývatnssveit þar sem jarðböðin og túristabúðirnar komu sterkt inn. Verslunarmannahelginni var svo eytt í Úthlíð með Völlu minni og Einari og við fengum Glingló og Brynju í heimsókn með stóra tjaldið. Næsta ferðalag er svo eftir 18 daga þegar dömurnar halda til Barcelona í langþráð húsmæðraorlof og ekki laust við að spennan sé farin að segja til sín. Mér finnst svo stutt síðan ég var í Barcelona í Zöru-ævintýrinu en það eru víst komin 6 ár síðan. Verður gaman að koma til borgarinnar í túristaleik en ekki til að vinna og fullt af stöðum komnir á blað yfir "must see" á meðan við verðum verðum á svæðinu og við ætlum að sjálfsögðu að mála bæinn rauðann.

Held það sé til eins mynd af okkur frá því fyrir um 15 árum síðan


Er búin að færa allar myndirnar mínar á nýja myndasíðu þar sem gamla mín lokar núna í september. Hef meira að segja afrekað það að setja inn myndir frá síðustu dögunum í Danmörku og öllum ferðum sumarsins. Nenni ekki lengur að hafa link inn á hvert albúm heldur er þetta allt bara undir myndir hér til hliðar.