sunnudagur, nóvember 30, 2008

Gleði, gleði

Ekki svo mikil gleði í S5 þessa dagana - mæli ekki með ritgerðarskrifum ætli fólk sér almennt að halda geðheilsunni ;) En í staðinn fyrir leiðinlegt blogg setti ég inn nokkrar skemmtilegar myndir síðan á Þórshafnarballinu um daginn, þar var mikil gleði :)










sunnudagur, nóvember 16, 2008

Að taka eða taka ekki höfundarétt

það er sem sagt stóra spurningin akkúrat núna en ég get bara hreinlega ekki tekið ákvörðun. Þó því fylgi engir sérstakir verkir að vera eins og ég er þá stundum vildi ég óska að ég gæti bara, þó ekki væri nema einu sinni, ákveðið eitthvað án þess að þurfa að velta því fyrir mér fram og tilbaka. Dilemmað núna snýst sem sagt um það hvort ég eigi að segja mig úr eina kúrsinum sem ég ákvað að taka með meistararitgerðinni eða hvort ég eigi að láta mig hafa það, girða í brók og hætta þessu væli.

Það sem mælir með því að ég segi mig úr kúrsinum er:
1. Ég er nú þegar búin að taka 24 einingum of mikið (skv. nýja einingakerfinu - 12. skv. gamla) og ef ég tek þetta líka þá verð ég með 30 einingum of mikið en maður getur víst bara verið með 120 einingar tilgreindar á meistaraskírteininu.
2. Ég er búin að eyða allt of löngum tíma í að skrifa ritgerð sem á að skila á morgun og er ekki búin.
3. Ég er búin að lofa því að senda hluta af mastersritgerðinni minni í yfirlestur á morgun og er ekki byrjuð að laga þá hluti sem þar þarf að laga og hvað þá fara yfir hvort eitthvað vanti.
4. Ég kem væntanlega ekki til með að hafa tíma til þess að lesa almennilega undir prófið þar sem ég má ekki missa mikið úr mastersritgerðarvinnunni sem engan endi virðist ætla að taka.
5. Það eru ágætar líkur á því að ég fái hærra fyrir mastersritgerðina ef ég einbeiti mér að henni.
6. Ég get jafnvel séð mér fært að mæta í vinnuna nokkrum sinnum fyrir jól.
7. Ég fer mögulega að sofa betur þegar ég sé fram úr fyrirliggjandi verkefnum.

Það sem mælir á móti því að ég segi mig úr kúrsinum er:
1. Maður á að klára þau verkefni sem maður tekur að sér.
2. Ef ég skyldi nú slysast til að fá góða einkunn í kúrsinum þá væri það alveg fínt upp á einkunnablaðið að gera.
3. Ef ég klára þetta ekki þá finnst mér ég vera alger vesalingur – fólk hefur nú gert annað eins.

Þetta er sem sagt alveg að ná að drepa niður gleðina í Gullulandi og magna upp þráhyggjuna sem er alltaf jafn velkomin eða þannig ;)

Gott að skrifa vorkenniðmérvælublogg svona mitt í kreppunni - það gerir lífið skemmtilegra ;) Spurning hvort ekki sé kominn tími á að dusta rykið af jólaserimóníunum og koma þeim í gluggana. Svo hugguleg birtan af þeim alveg hreint og það allra besta að rykhnoðrarnir í hornunum, sem eru alveg á stærð við meðal kettlinga, hætta að sjást ;)

sunnudagur, nóvember 09, 2008

Ástandið



Gott skipulag á heimildunum! Hver þarf svo sem að sofa í rúmi, stofusófinn er bara alls ekkert síðri ;)

Fer alveg bráðum að nenna að setja inn myndirnar af Þórshafnarmótinu þar sem kvenfélagið fór svona líka á kostum - ætli það verði nokkuð endurtekið í bráð ;)