Skrýtið hvernig ákveðnir dagar hafa meiri merkingu í lífi manns en aðrir. Maður ýmist heldur uppá þá eða vildi helst gleyma þeim. Svo eru aðrir sem maður myndi aldrei vilja gleyma þó maður tali ekkert sérstaklega mikið um þá.
Ef einhver hefði sagt mér á þessum degi fyrir 10 árum síðan að dagurinn í dag ætti eftir að renna upp og að ég ætti eftir að geta litið til baka og brosað, hefði ég sagt að sá hinn sami væri algerlega greindarvísitöluskertur. En.. dagurinn er kominn og þó þessi dagur fyrir 10 árum hafi verið einhver lengsti og erfiðasti dagur sem ég hef upplifað þá get ég ekki annað en brosað að öllum minningunum því þegar upp er staðið eru það þær sem lifa áfram.
föstudagur, júlí 21, 2006
Pælingar
Birt af
Gulla
kl.
21:33
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli