Já, við hugguðum okkur (d. hygge sig) sko aldeilis um helgina. Stefnan var tekin á Lønåvej á föstudaginn með Áróru og börnunum, í afslappelsi, lærdóm, sólbað og huggulegheit. Það er óhætt að segja að við höfum notið lífsins í þessa þrjá daga og lifað eins og hefðarfólk :)
Hvern hefur ekki dreymt um að búa á herragarði umvafinn sveitinni og náttúrunni, getað málað myndir eða unnið annars konar listaverk, eldað góðan mat og borðað hann undir tré í garðinum, kveikt varðeld á kvöldin eða sitja við arineld með góða bók eða við gott spjall - þannig var helgin hjá mér ef frá er talinn listadraumurinn en aðstaðan var þó fyrir hendi. Bíltúrar til nærliggjandi þorpa og bæja enda veit ég fátt betra en að skoða skemmtileg, krúttleg og jafnvel gamaldags lítil þorp. Það er eitthvað svo sjarmerandi við þau og svo heimilislegt og góður plús ef maður finnur genbrug búð þar sem hægt er að týna sér tímunum saman, minnir svolítið á ömmubúð heima á Þórshöfn.
Takk elsku Áróra, Ásgeir Karl og Eva Katrín fyrir yndislega helgi :)
Hvern hefur ekki dreymt um að búa á herragarði umvafinn sveitinni og náttúrunni, getað málað myndir eða unnið annars konar listaverk, eldað góðan mat og borðað hann undir tré í garðinum, kveikt varðeld á kvöldin eða sitja við arineld með góða bók eða við gott spjall - þannig var helgin hjá mér ef frá er talinn listadraumurinn en aðstaðan var þó fyrir hendi. Bíltúrar til nærliggjandi þorpa og bæja enda veit ég fátt betra en að skoða skemmtileg, krúttleg og jafnvel gamaldags lítil þorp. Það er eitthvað svo sjarmerandi við þau og svo heimilislegt og góður plús ef maður finnur genbrug búð þar sem hægt er að týna sér tímunum saman, minnir svolítið á ömmubúð heima á Þórshöfn.
Takk elsku Áróra, Ásgeir Karl og Eva Katrín fyrir yndislega helgi :)
Næst á dagskrá er svo "Kapsejladsen" á fimmtudaginn eða The Boat Race eins og það útleggst á skiptinemamáli ;) Það verður eflaust mikið fjör og mikið gaman.
Búin að setja inn tvo nýja myndapakka, annars vegar úr afmælinu mínu og svo hins vegar myndir frá Lønåvej :)
1 ummæli:
Hæ, hæ!
vá þetta hefur verið æðisleg ferð hjá ykkur, þvílíkt hús, akkúrat eins og ég hef hugsað mér! Góðar myndir, enda fólkið sérlega fallegt.
Erum enn að njóta snemmkomins vors á Langanesi, fer að vísu kólnandi (5°ímorgun) en það venst!
Kv að heiman og gangi þér vel í lærdómnum, förum að þurfa góðan lögfræðing í familíuna;))
Skrifa ummæli