Jamm, lífstílsbreyting á dagskrá þessa dagana, átak eitthvað svo sad svo lífstílsbreyting it is. Sit við borðstofuborðið heima hjá mér og les sveitarstjórnarréttinn, langar geðveikt út að hlaupa en nenni því ekki af því ég veit að þolið er ekkert og finnst þess vegna ekki taka því að byrja. Það er líka alltaf gott að nota lærdóminn sem afsökun fyrir hreyfingarleysinu, allavega hefur það virkað vel hjá mér síðustu 4 árin. Held ég byrji bara á nýja lífinu á morgun ;)
Annars þarf ég ekki síður að taka til í hausnum á mér, einhvern vegin held ég að allir verði fyrr eða síðar að horfast í augu við það sem betur má fara í lífinu. Ef það eiga einhvern tíman að verða breytingar þar á þá verða þær að koma frá manni sjálfum.
Djúpar pælingar í gangi þessa dagana, fróðlegt að sjá hvort þær skili einhverjum árangri.
sunnudagur, september 09, 2007
Nýtt líf
laugardagur, september 08, 2007
Barcelona
Iglesia de la Mercé og þessar fallegu svalir voru meðal þess sem við sáum í hverfinu okkar
Þessir voru að skemmta niðri við höfnina og fóru algerlega á kostum
Fresta varð strandferðinni af óviðráðanlegum orsökum, aðallega því að verslunargenið hafði yfirhöndina og versluðum við fyrir allan peninginn og gott betur en það. Merkilegt hvað mann vantar alltaf mikið af dóti þegar komið er inn í búðirnar. Það var heldur ekki leiðinlegt að labba um í Barrio Gotico (þar sem við áttum heima bæ ðe vei) og skoða hönnunarbúðirnar, þó sumir (aðallega ég) hafi verið búnir með peninginn þegar í þær var komið ;)
Það var hreinsað út úr H&M
Það eina sem olli smá vonbrigðum var Picasso safnið sem var samt ágætt en ekki jafn frábært og búist hafði verið við. Starfsfólk safnsins fær líka fílukarl ferðarinnar fyrir almennan fílusvip og leiðindi. Sem betur fer þurftum við ekki að borga okkur inn ;) La Sagrada Familia og Park Güell komu hins vegar sterkt inn ásamt La Fontana Mágica (svona þegar við fundum gosbrunninn loksins). Þegar á heildina er litið var þetta allt saman súper vel heppnað. Takk fyrir ferðina skvísur, skiptir mestu máli að hafa skemmtilegt fólk með sér til að gera ferðina skemmtilega - ég er strax farin að hlakka til næstu ferðar :)