laugardagur, september 08, 2007

Barcelona

Í KEF fyrir brottför - strax komnar með poka

Ein af mínum uppáhaldsborgum í öllum heiminum. Þrátt fyrir að hafa ekki séð bestu hliðarnar á henni þegar ég var að vinna í Zöru þá fannst mér borgin sem slík alltaf svo mikið æði, La Sagrada Familia, Casa Batlló, La Pedrera, Park Güell, Montjüic, la Fontana Mágica, Barrio Gotico, La Rambla, Plaza Real, allt þetta og svo margt fleira gerir það að verkum að maður getur gleymt sér dögunum saman og væri alveg sama þó maður kæmi aldrei aftur heim.

Iglesia de la Mercé og þessar fallegu svalir voru meðal þess sem við sáum í hverfinu okkar

Ekki skemmdi félagsskapurinn heldur fyrir, svona ferð getur ekki annað en heppnast vel þegar maður á svona frábærar vinkonur. Það var hlegið og hlegið fyrir allann peninginn. Hetjuskapurinn var misjafn, á meðan sumar fengu áfall yfir því að sjá fram á að það eina sem væri á matseðlinum fyrir utan kolkrabba væri smokkfiskur þá fengu aðrar tremmakast þegar stigið var inn í kláfinn sem flytja átti drottningarnar frá Barceloneta og upp í Montjüic. Allt bjargaðist þetta þó að lokum og við sáum helling, versluðum helling, borðuðum helling og hlógum eins og vitleysingar.

Þessir voru að skemmta niðri við höfnina og fóru algerlega á kostum

Fresta varð strandferðinni af óviðráðanlegum orsökum, aðallega því að verslunargenið hafði yfirhöndina og versluðum við fyrir allan peninginn og gott betur en það. Merkilegt hvað mann vantar alltaf mikið af dóti þegar komið er inn í búðirnar. Það var heldur ekki leiðinlegt að labba um í Barrio Gotico (þar sem við áttum heima bæ ðe vei) og skoða hönnunarbúðirnar, þó sumir (aðallega ég) hafi verið búnir með peninginn þegar í þær var komið ;)

Það var hreinsað út úr H&M

Það eina sem olli smá vonbrigðum var Picasso safnið sem var samt ágætt en ekki jafn frábært og búist hafði verið við. Starfsfólk safnsins fær líka fílukarl ferðarinnar fyrir almennan fílusvip og leiðindi. Sem betur fer þurftum við ekki að borga okkur inn ;) La Sagrada Familia og Park Güell komu hins vegar sterkt inn ásamt La Fontana Mágica (svona þegar við fundum gosbrunninn loksins). Þegar á heildina er litið var þetta allt saman súper vel heppnað. Takk fyrir ferðina skvísur, skiptir mestu máli að hafa skemmtilegt fólk með sér til að gera ferðina skemmtilega - ég er strax farin að hlakka til næstu ferðar :)

Dömurnar mættar í Park Güell
Skólinn byrjaður og næst á dagskrá að byrja að lesa skólabækurnar. 12 dagar í Tyrklandsferðina svo það er eins gott að halda rétt á spöðunum ;) Stemning sem fylgir því að vera alltaf hreint í útlöndum.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

EG KEYPTI EKKI I ALLA ÞESSA H&M POKA! Bara svo það sé á hreinu:)

Nafnlaus sagði...

Djöfull erum við fallegar á hverri einustu mynd, ekki skrítið að róninn hafi spurt "how much?" þegar við vorum að labba heim uppstrílaðar síðasta kvöldið!!!!

Nafnlaus sagði...

Tóta: Djöfull hefði nú samt verið gaman að eiga nógu mikið af peningum til að geta keypt í alla þessa poka :)

Hadda: Það var leitun að fallegri skvísum í Barcelona á meðan við vorum þar :)

Nafnlaus sagði...

Við Halldóra stóðum okkur vel í verslunarferðunum og held ég að Halldóra eigi vinninginn ;)
En takk fyrir æðislega ferð dömur og spurning að byrja að leggja strax inn fyrir næstu´.....

Nafnlaus sagði...

já spurning hvort ferðabókin sé farin að mygla...:/