Vá hvað ég á eftir að fá mikla strengi eftir þennan þrektíma í morgun! Vísbending um að maður sé alls ekki í eins góðu formi og maður heldur - eða að maður eigi að sleppa því að éta eins og hross í hvert skipti sem maður sér mat á borðum?? Maður spyr sig!
Djöfull er samt gott að vera byrjuð!
þriðjudagur, janúar 29, 2008
Þrek
mánudagur, janúar 21, 2008
föstudagur, janúar 18, 2008
Nú er það búið
Þegar maður kýs að eyða föstudagskvöldi í það að laga sírennslið í klósettinu heima hjá sér verða líkurnar á því að maður pipri að teljast 99%.
Suma hluti verður maður bara að sætta sig við ;)
laugardagur, janúar 12, 2008
Hvað er málið!
Halda menn að þeir geti bara rænt 11-11 búðina mína með reglulegu millibili! Ekki líst mér á það - og ég sem bý í besta hverfinu í bænum (að mínu mati allavega). Held að þessir aumingjar ættu að girða í brók og reyna að vinna eins og menn í staðinn fyrir að hræða líftóruna úr vinnandi fólki. Ég hef því miður enga samúð með svona vesalingum - ef þú ert nógu heimskur til að lenda í ruglinu (þú rænir væntanlega ekki búð nema vera í ruglinu) þá nenni ég ekki að vorkenna þér!
Kíkti annars í bæinn með lögfræðiskvísunum í gærkvöldi í kjaft og hvítvín. Það var bara gaman og á köflum mjög áhugavert. Gubbulyktin inni á Vegamótum var hins vegar ekki að gera góða hluti - stundum sakna ég reykingastybbunnar!
Sófaleiðangur næstur á dagskrá og svo dömuboð í Mosó í kvöld :)
sunnudagur, janúar 06, 2008
Lítil prinsessa
Hún Helga mín átti í dag litla prinsessu :) Elsku Helga, Hlynur og Henrý Jarl stóri bróðir, til hamingju með þessa yndislegu viðbót við fjölskylduna :D
Nú þarf ég að fara að gera mér ferð norður til að fá að sjá hana!
Nýja árið
Fyrirfram virðist verða það markverðasta á árinu að ég á afmæli, eins og reyndar á undanförnum árum, nema hvað að núna virðast endalokin vera farin að færast nær og nær! Held ég verði að fara að breyta planinu aðeins því það er fátt sem hefur verið strokað út af listanum yfir það sem gerast átti í lífinu fyrir þrítugt! Hef þó með lagni náð að túlka 60 fermetra íbúðina mína sem hús og það að ég gæti klárað námið í vor verður látið duga undir liðnum "klára skólann" þrátt fyrir að ég hafi ákveðið að seinka útskriftinni aðeins! Allir hinir 10-20 liðirnir verða að bíða eftir betra tækifæri til að verða kláraðir - spurning hvort að sumt verði raunhæft eftir að maður kemst í fullorðinsflokk ;)
Skólinn byrjar í fyrramálið - fögur fyrirheit eins og alltaf en spurning hvað það endist lengi ;)