miðvikudagur, júlí 19, 2006

Blessuð sólin

lét loksins sjá sig á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ég missti af henni þegar henni þóknaðist að skína í miðjum próflestri í vor og orðin illa haldin af marglyttusyndróminu. Það var geeeeðveikt að sitja á Austurvelli í hádeginu og fá nokkra sólargeisla í andlitið. Það er eins gott að þetta haldist fram í næstu viku - annars verð ég bara geðvond.

Annars hefur verið brjálað að gera. Komst reyndar ekki heim á Káta daga um helgina en helgin bjargaðist samt því Anna María kom alla leið frá Akureyri til að vera hjá mér, í staðinn fyrir að fara í dýrðina og dásemdina. Við lágum nú bara í leti á föstudagskvöldið og horfðum á vídeó en svo vorum við boðnar í dýrindis kvöldmat hjá Jónu með lögfræðiskvísunum á laugardagskvöldið. Þar var kjaftað fram eftir kvöldi um ýmis mjög svo áhugaverð málefni og svo litum við aðeins í bæinn á eftir. Lærði "frátekinn" sem verður að viðurkennast að er einhver sá allra sniðugast leikur sem ég hef lært lengi og meira en nóg af viðfangsefnum í miðbænum á laugardagskvöldi... mjög svo áhugavert. Á sunnudagskvöldið var svo matarboð í Kúrlandinu og var það mjög vel heppnað eins og þar er von og vísa. Alþjóðahúsið með skvísunum á eftir í "kveðjukaffihúsaferð" gerði líka góða hluti. Áttaði mig á því eftir helgina að ég er ótrúlega heppin að þekkja svona mikið af skemmtilegu fólki - Takk fyrir helgina þið öll :)

Stressið vegna danmerkurfarar er samt aðeins farið að trufla mig þessa dagana. Venjulega þegar ég hef tekið ákvarðanir sem snúa Gullulandi á hvolf þá hef ég verið komin út í ævintýrið áður en ég hef náð að spá í hvað ég væri að gera. Nú finnst mér ég einhvern vegin hafa haft svo langan tíma til að plana þetta allt saman og allt að smella en ég einhvernvegin trúi því ekki að ég geti verið með þetta svona mikið á hreinu. Væri alveg til í að taka kæruleysið á þetta eins og í gamla daga. Þá væri ég væntanlega ekki að velta því fyrir mér viku fyrir brottför hvort ég sé orðin of gömul til að lenda í svona ævintýrum sem ég veit ekkert hvernig enda.

3 ummæli:

jovialiste sagði...

Only the blog title is in spanish? Solamente el título está en castellano?

Nafnlaus sagði...

Maður er aldrei of gamall!

Nafnlaus sagði...

I'm impressed with your site, very nice graphics!
»