mánudagur, júlí 10, 2006

London ....

var í einu orði sagt frábær :) Við frænkur lögðum af stað út á flugvöll á mjög svo ókristilegum tíma og vorum komnar til London rétt um hádegi. Deginum var eytt á Oxford Street þangað til fæturnir gátu ekki meir og við orðnar óendanlega þreyttar. Á laugardaginn áttum við bókaða ferð sem var með í ferðinni okkar en eitthvað hefur klúðrast og við biðum og biðum og biðum á uppgefinni "addressu" en aldrei vorum við sóttar. Það rættist nú samt heldur betur úr deginum því okkur datt í hug að fara í túrista strætóferð um borgina og slógum þannig margar flugur í einu höggi - sáum allt sem maður verður að sjá á þremur dögum í London og það besta við þetta allt saman var að maður gat farið út þar sem maður sjálfur vildi og skoðað betur það sem manni fannst markvert og svo bara gripið næsta strætó. Fórum svo á indverskan veitingastað um kvöldið og gerðum þannig góðan dag enn betri. Vöknuðum svo fyrir allar aldir á sunnudagsmorgun til þess að fara á Madame Tussauds og míngla aðeins við fræga fólkið. Ég hefði ekki trúað því að hægt væri að gera svona líkar eftirmyndir af fólki, sumar að sjálfsögðu betri en aðrar. Leiðangursstjórinn tók svo vitlausa beygju einhvers staðar á leiðinni heim og vorum við í einn og hálfan tíma aftur til baka á hótelið í staðinn fyrir korter ... en það gerði þetta bara að enn meira ævintýri ;) Eyddum svo restinni af deginum í að fara í aðeins fleiri búðir en eins og allir vita þá getur maður aldrei verslað nóg ;) Það verður að teljast afrek út af fyrir sig að hafa komist heilar á húfi frá útsölunum sem voru alls staðar í gangi og voru flestar búðirnar eins og eftir sprengingu og kellingarnar brjálaðar eftir því ;)Takk Rósa mín fyrir frábæra ferð, hún hefði ekki getað verið betri :)

Svo er bara næsta brottför eftir rétt rúmar 2 vikur! Óska eftir skipulagsmeistara - hef svo ekki hugmynd um hvernig ég ætla að fara að þessu öllu saman og stressið aðeins farið að segja til sín.

Allavega, þá setti ég inn myndir af londonferðinni, vantar reyndar myndir af öllu verslinu (sem var þó í lágmarki) en ég held að allir viti meira eða minna hvernig það hefur farið fram ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, gott að það var gaman í London ;o)
Ég bara VERÐ að segja það að hún Rósa "litla" er orðin ekkert smá falleg! Mátt alveg skila því til hennar frá mér :o)
Vona að við hittum þig e-ð áður en þú yfirgefur landið :oþ
kv Helga og Henrý

Nafnlaus sagði...

Here are some links that I believe will be interested

Nafnlaus sagði...

Here are some links that I believe will be interested

Nafnlaus sagði...

Nice idea with this site its better than most of the rubbish I come across.
»