laugardagur, nóvember 18, 2006

Margar pælingar í gangi þessa dagana


Afrakstur síðustu daga kominn upp á vegg og ég bara þokkalega sátt, þetta er allavega í áttina að því sem ég var að leita að. Búin að uppfæra myndirnar af íbúðinni minni þar sem má sjá hvernig þetta kemur út í heildina.
Og að allt öðru og alls óskyldu. Er að horfa á mjög átakanlega þátt þar sem foreldrar og aðstandendur bandarískra hermanna sem látist hafa í írak lesa nokkur af síðustu bréfum sem þeim bárust frá sonum sínum og dætrum. Þetta er svo fjarlægt manni og ég þakka fyrir að á Íslandi er ekki her þannig að við þurfum í fæstum tilvikum að ganga í gegnum það sem þetta fólk hefur gengið í gegnum. Í mörgum tilfellum eru þetta bara krakkar, 18, 19 og 20 ára. Þegar maður sér svona þætti skilur maður ekki hvernig er hægt að réttlæta þetta allt saman.

Engin ummæli: