Þó maður brosi nú dálítið út í annað vegna snjófrétta að heiman og hversu mjög snjókoma eftir miðjan nóvember virðist koma borgarbörnunum á óvart þá verður að viðurkennast að ég er nú pínu öfundsjúk. Myndirnar úr Skálagerðinu hjá Tótu og Höddu bara snilld og mig langar svo í snjó en ekki þessa endalausu rigningu. Við fengum nú reyndar smá snjó í október (eins og sjá má á myndinni) þannig að ekki má kvarta of mikið en það væri gaman að upplifa almennilegan snjó í Danmörku en Danir hafa það orð á sér að kunna enn minna að bregðast við snjónum en blessuð borgarbörnin og gengur það jafnvel svo langt að strætó keyrir ekki og verslunum er lokað vegna ófærðar. Merkilegt hvað ca. 30 cm. jafnfallinn snjór getur haft mikil áhrif ;)
Er annars að kljást við höfundaréttinn þessa dagana - því meira sem ég les því ruglaðari verð ég - stefnir í gott próf í desember!
Er annars að kljást við höfundaréttinn þessa dagana - því meira sem ég les því ruglaðari verð ég - stefnir í gott próf í desember!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli