þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Ætli það sé of seint að hætta við

Í gærmorgun upplifði ég það í fyrsta skipti í 5-6 ár að ég gat eiginlega ekki vaknað nógu fljótt til að ná að koma því frá mér sem hlaðist hafði upp í hausnum á mér um nóttina. Í ljósi tímasetningarinnar hefði verið mjög svo æskilegt að þetta hefðu verið hugmyndir varðandi ritgerðirnar sem bíða þess að verða kláraðar en nei ....

Ég rauk á fætur og með stýrurnar í augunum leitaði ég að blaði og blýanti svo ég gæti farið að teikna! Já, ég segi það og skrifa: teikna! Málið vandaðist aðeins þegar kom að því að myndin þurfti að fá á sig lit því flestir eru nú litirnir lengst ofan í kassa en maður lætur það nú ekki á sig fá þegar ritgerðarvinnan er það sem bíður og drífur sig að sjálfsögðu niður í geymslu að leita í kössunum. Nú á ég þessa fínu mynd af myndinni sem á að fara upp á stofuvegginn heima hjá mér þegar tími vinnst til að mála hana - svona um það bil í janúar.

Það sem er mest svekkjandi við þetta allt saman er að ekki einu sinni hefur mér þótt það sem ég er að fást við í lífinu þessa daga það spennandi að ég hef ekki getað sofið vegna þess að ég hlakka svo til að fást við þau verkefni sem fyrir liggja. Man einhver af hverju ég fór í lögfræði? Ég er nefnilega búin að gleyma ástæðunni.

laugardagur, nóvember 10, 2007

Ritgerðarvinna dauðans

Hvorki tími né nenna til að blogga þessa dagana. Lærdómurinn og vinnan hafa yfirtekið líf mitt sem gerir það að verkum að það er ekki frá neinu skemmtilegu að segja - og þá er nú betra að segja bara ekki neitt ;)

Fór annars í dásamlega ferð til Tyrklands í lok september í boði míns yndislega bróðurs og læt fylgja með nokkrar myndir frá því öllu saman :)


Við vorum í bæ sem heitir Icmeler þar sem við létum okkur ekki vanta á ströndina né að taka út bátana enda hvoru tveggja mjög nauðsynlegt.

Að sjálfsögðu var farið út að borða á hverju kvöldi


Og sérstök veisla haldin í tilefni af 29 ára brúðkaupsafmæli foreldranna.


Við löbbuðum og löbbuðum og löbbuðum og löbbuðum - þó í flestum tilvikum á milli búða en einhverra hluta vegna náðust engar myndir af þeim ósköpum öllum ;)

Þarna er hópurinn saman kominn á Harmony bar en þar var þetta snilldar breska dragshow - Hláturrokurnar heyrðust örugglega alla leið yfir á Marmaris!

Kókaínpoppið kom svo að góðum notum í eyrun þegar austurevrópska dansmússíkin tryllti lýðinn á diskótekunum

Held ég láti þetta gott heita í bili enda bíður mín ritgerðarvinna í hinum geysiskemmtilega persónurétti - set mögulega inn myndir úr Skálagerðinu við tækifæri en loksins loksins er ég flutt aftur heim til mín :)