Í gærmorgun upplifði ég það í fyrsta skipti í 5-6 ár að ég gat eiginlega ekki vaknað nógu fljótt til að ná að koma því frá mér sem hlaðist hafði upp í hausnum á mér um nóttina. Í ljósi tímasetningarinnar hefði verið mjög svo æskilegt að þetta hefðu verið hugmyndir varðandi ritgerðirnar sem bíða þess að verða kláraðar en nei ....
Ég rauk á fætur og með stýrurnar í augunum leitaði ég að blaði og blýanti svo ég gæti farið að teikna! Já, ég segi það og skrifa: teikna! Málið vandaðist aðeins þegar kom að því að myndin þurfti að fá á sig lit því flestir eru nú litirnir lengst ofan í kassa en maður lætur það nú ekki á sig fá þegar ritgerðarvinnan er það sem bíður og drífur sig að sjálfsögðu niður í geymslu að leita í kössunum. Nú á ég þessa fínu mynd af myndinni sem á að fara upp á stofuvegginn heima hjá mér þegar tími vinnst til að mála hana - svona um það bil í janúar.
Það sem er mest svekkjandi við þetta allt saman er að ekki einu sinni hefur mér þótt það sem ég er að fást við í lífinu þessa daga það spennandi að ég hef ekki getað sofið vegna þess að ég hlakka svo til að fást við þau verkefni sem fyrir liggja. Man einhver af hverju ég fór í lögfræði? Ég er nefnilega búin að gleyma ástæðunni.
þriðjudagur, nóvember 27, 2007
Ætli það sé of seint að hætta við
Birt af
Gulla
kl.
14:02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli