laugardagur, desember 01, 2007

Próflestur þýðir bara eitt ....

Jólin eru á næsta leyti :)

Svona er miðbærinn í Árósum fallegur um jólin :)

Það er eitthvað svo hressandi við jólaauglýsinguna frá Tuborg og minnir mig svo á jólin sem ég átti í Danmörku í fyrra. Er hins vegar mjög ánægð að verða heima um jólin og áramótin núna enda eru stórir flugeldar nú bannaðir í Danmörku eins og sjá má af þessari frétt hjá strákunum á Jótlands póstinum. Þá er nú aldeilis gott að geta verið á stórkostlegri flugeldasýningu í dýrðinni og dásemdinni á Þórshöfn á Langanesi ;)

Helst í fréttum þessa dagana er stress og aftur stress, dauði og djöfull enda próflestur í gangi ;)Get nú samt ekki sleppt því að minnast á þær gleðifréttir að nýjustu íbúðareigendur í Skálagerðinu góða, Halldóra og Gummi, standa nú í flutningum. Bærilegt það :)

En ... Back to the books (svona þegar ég verð búin að fara út í búð að kaupa laugardagsnammi fyrir allan peninginn - nota bene þá eru allir dagar í próflestri laugardagar!)

Engin ummæli: