Piparkökumeistararnir Maja og Gunna
Það var nú heldur betur gleðin í Skálagerðinu í dag þegar dömurnar og skæruliðarnir bökuðu smákökur fyrir jólin. Jólatónlistin var tjúnnuð í S3 og piparkökulyktin fannst um allt hverfið. Dagurinn byrjaði á þessu rosalega morgunverðarhlaðborði sem svignaði hreinlega undan hollustunni, þó sumir hafi reyndar kvartað yfir því að enginn væri ísinn með eplapæinu - ég meina komm on, maður má nú leyfa sér smá á laugardögum ;)
Fallegar á leiðinni í ofninn
Guðmundur Hólm og Tóta stóðu sig vel í eldhúsinu
Ránsa í kreminu
Komnar úr ofninum og tilbúnar fyrir glassúrinn
Það var spurning þegar kom að skreytingunum hverjir hafi skemmt sér betur, börnin eða "fullorðna" fólkið - allavega var einbeitningin mikil og allir að keppast um að gera flottustu kökuna. Var mikill harmleikur þegar sumir misstu fullkomnu kökuna á hvolf að verki loknu (nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er Hadda)
Músi mættur með bílana
Jóhann og Orri skreyttu
Það varð nú reyndar líka að taka smá pásur inn á milli, til að fá svala og smakka á piparkökunum góðu fínu.
Dagbjört María sæta skvísa
Unnar Gamalíel
Framleiðslan var með eindæmum vel lukkuð og spurning hvort dömurnar ættu að fara að huga að því að selja á frjálsum markaði því góðar voru þær ;) Ekki spurning um að þetta þarf að endurtaka á næsta ári. Takk fyrir daginn elskurnar - þetta var bara dásamlegt.
Afraksturinn
Bærilegt
Næst á dagskrá er svo sveitarstjórnarrétturinn á mánudag. Ég get ekki beðið eftir að komast í jólafrí.
2 ummæli:
Takk fyrir vel heppnaðan bakstursdag:)
Glæsilegur afrakstur hjá dömunum þetta árið:)
Skrifa ummæli