fimmtudagur, desember 13, 2007

8 dagar í heimferð!

Og bara 4 dagar í síðasta próf.... þá verður sko kátt í höllinni. Annars hafa prófin bara gengið vel og útkoman framar björtustu vonum. Það greinilega borgar sig að fara í tvær utanlandsferðir á önn, vinna allt of mikið, flytja og taka eitt stykki íbúð í gegn og alls ekki, undir neinum kringumstæðum, opna bók! Held nú samt að sveitarstjórnarrétturinn komi til með að draga meðaleinkunnina aðeins niður en who cares!

Dömurnar ætla að baka smákökur og konfekt á laugardaginn, komnar nokkrar geðveikt girnilegar uppskriftir og nokkuð ljóst að það verður massa átak eftir áramót. Spurning hvernig Eyþór ætlar að hafa opið fyrir okkur um jólin.

Anyways, þetta er sem sagt bloggið um ekkert - enda lítið að segja þegar skólabækurnar eiga hug manns allan. Ég gæti mögulega þulið upp fyrir ykkur helstu einkenni lífeyristrygginga og bótaflokka en held að þá verði ég að viðurkenna fyrir sjálfri mér að geðheilsan sé farin ;)

Engin ummæli: