fimmtudagur, desember 06, 2007

15 dagar í dýrðina og dásemdina

Það er ekki annað hægt en að komast í jólagírinn þegar þessi líka fallegi jólasnjór hefur heiðrað Reykjavíkina fyrir sunnan með nærveru sinni :) Það verður allt svo fallegt sem annars er búið að vera grátt síðan í sumar því hér hefur varla stytt upp síðan í ágúst! Það er að sjálfsögðu búið að skreyta allt í S5 og svo ætla dömurnar að hittast allar og baka smákökur þann 15. des (þegar allar verða búnar í prófum nema ég!) og það verður bara til þess að jólastemningin verður alger. Ég fer svo heim í dekrið 21. des, klyfjuð gjöfum og hlýjum fötum því það ætlar að verða svo mikill snjór ;) Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svooooooo til ......

Fyrsta prófið búið og útkoman bara ljómandi góð, vonandi að þetta haldi svona áfram. Virðist hafa góð áhrif að tína nennunni og metnaðnum svona allavega eina önn.

Jæja, persónurétturinn bíður.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heim í dekrið, he he he, við bíðum bara eftir þér til að taka til í geymslunni mála smá og sona :)og svo er allur baksturinn-skúríngarnar-og skreytingar, núna fatta ég, var dekrið fyrir mig? Oooh hvað ég hlakka til!!!
Og til hamingju með útkomuna úr mannréttindakúrsinum, flott hjá þér:)
Mamman

Nafnlaus sagði...

Hmmm, það hljómar bara ekkert svo illa að eyða jólunum bara í Reykjavíkinni fyrir sunnan ;)
Annars finnst mér ekkert leiðinlegt að gera ístertu og jólaskreyta og gera fínt en ég nenni bara ekki að vaska upp!!!

Nafnlaus sagði...

Díll, ég vaska upp ;))