Þá er ég komin heim í dýrðina og dásemdina og hef lítið annað gert en að gæða mér á konfekti, smákökum og hráu hangikjöti. Snjórinn er kominn þannig að nú geta jólin komið. Ég átti yndisleg jól í Danmörku í fyrra þannig að nú hlakka ég enn meira til að vera heima um jólin, enda er það alltaf best.
Ykkur öllum sendi ég mínar bestu óskir um gleðileg jól og hamingjuríkt komandi ár. Takk fyrir allt á árinu sem er að líða og megi árið 2008 færa ykkur gleði, frið og góðar stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli