Hvorki tími né nenna til að blogga þessa dagana. Lærdómurinn og vinnan hafa yfirtekið líf mitt sem gerir það að verkum að það er ekki frá neinu skemmtilegu að segja - og þá er nú betra að segja bara ekki neitt ;)
Fór annars í dásamlega ferð til Tyrklands í lok september í boði míns yndislega bróðurs og læt fylgja með nokkrar myndir frá því öllu saman :)
Við vorum í bæ sem heitir Icmeler þar sem við létum okkur ekki vanta á ströndina né að taka út bátana enda hvoru tveggja mjög nauðsynlegt.
Að sjálfsögðu var farið út að borða á hverju kvöldi
Og sérstök veisla haldin í tilefni af 29 ára brúðkaupsafmæli foreldranna.
Við löbbuðum og löbbuðum og löbbuðum og löbbuðum - þó í flestum tilvikum á milli búða en einhverra hluta vegna náðust engar myndir af þeim ósköpum öllum ;)
Þarna er hópurinn saman kominn á Harmony bar en þar var þetta snilldar breska dragshow - Hláturrokurnar heyrðust örugglega alla leið yfir á Marmaris!
Kókaínpoppið kom svo að góðum notum í eyrun þegar austurevrópska dansmússíkin tryllti lýðinn á diskótekunum
Held ég láti þetta gott heita í bili enda bíður mín ritgerðarvinna í hinum geysiskemmtilega persónurétti - set mögulega inn myndir úr Skálagerðinu við tækifæri en loksins loksins er ég flutt aftur heim til mín :)
5 ummæli:
Ó mææææ god, það á ekki að taka nærmyndir af fólki sem er búið að vera 29 ár í hjónabandi ;/
En annars flottar myndir hjá þér, það var ótrúlega gaman í Tyrklandi og fallegt af bróður þínum að bjóða þér :))
já fallegt af bróður þínum að bjóða þér! Ég langaði ekkert með!
Ég er í sjokki!!!
Þarna er Óla frænda rétt lýst ;)
Kv.
Anita...
Anita hann Óli frændi þinn fór á kostum í þessari ferð, hann er dásamlega skemmtilegur drengurinn :)
Gulla! Ekki læra, blogga! B-L-O-G-G-A!
Skrifa ummæli