föstudagur, apríl 25, 2008

Sumarið er komið

Próflestur í fullum gangi - ég er allavega byrjuð og búin að telja mér trú um að ég geti þetta því þetta verður í vonandi í síðasta skipti sem ég eyði vorinu í lestur. Svo er bara að bíða og sjá hvernig þetta fer allt saman.



Upplifði þann merka áfanga um síðustu helgi að komast loksins í fullorðinsflokkinn. Það varð að sjálfsögðu að fagna því og var boðað til veislu á Klapparstígnum hjá Settinu sem stóðu sig ótrúlega vel í að bera í fólk áfengi og veigar. Skemmst frá því að segja að ég skemmti mér ótrúlega vel enda ekki annað hægt þegar maður þekkir svona mikið af skemmtilegu fólki. Myndbandið frá Gumma og Guffa og plakatið og kórónan fína frá dömunum vakti mikla lukku og var mikið hlegið. Takk annars öll fyrir frábært kvöld! Ég hafði það loksins af að setja inn myndir og bara fallegar því sumar eru ekki hæfar til að birta á veraldarvefnum ;)

Dömurnar + viðhengi og börn voru skelltu sér svo í Keflavíkina í afmæli hjá Arngrími Agli á laugardaginn en litli músi varð 2ja ára og kann sko að telja upp á tíu. Það var bara dásamlegt að fá hamborgara a la Gunni til að vinna aðeins á veikindum laugardagsins og alltaf svo gott að koma í heimsókn í Keflavíkina.

Hef annars frekar lítið að segja og þar sem það er betra að þegja og vera talinn heimskur heldur en að tala og taka af allan vafa þá læt ég þetta gott heita í bili.

Verið góð hvert við annað

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ og takk fyrir síðast:)flottar myndir! Þér líkt að byrja aftur að blogga þegar prófin eru byrjuð, um að gera að finna sér e-ð annað að gera en að lesa, gangi þér vel!
Kv mamman

Nafnlaus sagði...

Hey sweet Gulla,

I see you had a lot of fun at your birthday party. Sorry, that I wished you alle the best some days before your birthday but somehow I meant that your birthday is on april 17. Sorry for that. Hope you're doing well. What's going on in Iceland? Haven't heard from you in a while.

Best regards from Germany,

Christian.