og þá kemst ég í langþráð sumarfrí frá skólanum :) Hef nú afrekað það að sofna bara í ca. 20 mínútur yfir bókunum í dag sem er mikil framför síðan í gær en þá sofnaði ég í örugglega 2 tíma!!
Spurning hvort maður hefur haft það of gott síðustu tvö árin þar sem maður hefur ekki farið í eitt einasta skriflegt próf sem sást best á því að ég áttaði mig á því í morgun að ég á engan almennilegan penna fyrir þetta blessaða próf á þriðjudaginn!! Því var snarlega kippt í liðinn og vinnupenninn sóttur ;) Maður er náttúrulega ekkert eins og fólk er flest og getur þar af leiðandi ekki skrifað með hvernig penna sem er og það sem er ennþá betra er að nú er maður farinn að blogga um penna eða pennaleysið öllu heldur ;) Spennan í lífinu er gríðarleg þessa dagana.
Nú er bara spurningin hvort maður geti haldið út í 5 daga í viðbót og lifi af kaffidrykkjuna sem verður lagst í fyrir barnaréttarprófið á miðvikudaginn þar sem stefnan er tekin á 24 tíma lestur fyrir próf.
laugardagur, maí 10, 2008
Bara 5 dagar eftir
Birt af
Gulla
kl.
16:04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæhæ!
geturðu ekki tekið nokkur aukapróf í sumar? þú ert svo dugleg að blogga þegar þú ert í prófum!!!
Kíkka reglulega á þig.... já og til hamingju með afmælið fyrir stuttu.... spurning um að flytja suður til að ganga í kvenfélagið ykkar.
bestu kveðjur frá Húsavík
Kristín
Tilhugsunin um sumarpróf er bara skelfileg ;) Held ég reyni nú frekar að taka mig á í blogginu - enda á þetta að vera svo skemmtilegt sumar að það hlýtur að vera hægt!
Skil það vel að konur hugi að búferlaflutningum til þess að fá inngöngu í kvenfélagið - þau gerast ekki betri og hvað þá dömulegri en okkar ;)
Til hamingju með árangurinn til þessa, bara glæsilegt hjá þér ;)Gangi þér vel í næstu 24 tíma törn og svo er bara spurning að fara að hlakka til næsta vors, ætli muni ekki samt vanta smá prófspennu?
Kv
Skrifa ummæli