og kvenfélagið komið í átak! ójá, nú skulu þau fá að fjúka aukakílóin og stefnan tekin á að verða flottasta kvenfélagið í bænum í desember!! Erfiðastur er súkkulaðiskorturinn sem hefur valdið miklu eirðarleysi og einbeitningarleysi á mínu heimili og helsta orsök þess að lærdómurinn hefur ekki farið jafn vel af stað og vonir stóðu til ;) Ekki laust við öfund í garð þeirrar sem má borða 10 fiskibollur á hverju kvöldi án þess að hafa áhyggjur af því að hliðarspikið dreifi sér langt aftur á bak!
En að öðru en þráhyggju minni vegna súkkulaðileysisins - sumrinu sem var bæ ðe vei bara æði. Strandirnar, Kvenfélagsútilegan, Kátir dagar, Bræðslan, göngur hingað og þangað, Buena Vista Social Club og Kanadaferðin gerðu þetta að einhverju besta sumri í háa herrans tíð og þarf mikið til að sumarið verði toppað.
Bloggið verður reyndar allt of langt ef ég á að fara að segja sögur af þessu öllu saman en þó verður að minnast aðeins á kvenfélagsútileguna sem var snilldin eina þrátt fyrir að rigningin hafi elt okkur þangað til komið var heim í dýrðina og dásemdina. Það sem bjargaði málunum var að sjálfsögðu partýtjaldið góða sem Tóta sá til að yrði keypt enda ekki gott fyrir kvenfélagsmeðlimi að þurfa að húka í litlu fortjaldi þegar mikið þarf að borða, hlægja og hafa gaman. Heimabakaða bakkelsið fékk því sér húsnæði og var tjaldið skýrt Þórsver með mikilli viðhöfn!
Að þessu sinni heiðruðum við Dæli í Víðidal með nærveru okkar heila helgi þar sem mjög vel fór um okkur. Við túristuðumst aðeins um Vatnsnesið og skelltum okkur í sund á Hvammstanga og þótti það bara nokkuð gott. Frá Dæli héldum við heim til Önnu á Lómatjörn þar sem vel var tekið á móti okkur og fengum við heilt hús til umráða og gátum þurrkað rennblaut tjöldin sem ekki hefðu þolað mikla rigningu í viðbót. Veiðin í Ystu-Vík sló í gegn en drengirnir og Hadda veiddu handa okkur kvöldmatinn sem grillaður var í Þverárdal í bústað foreldranna þar sem við gistum síðustu nóttina. Við komum svo heim til Þórshafnar á miðvikudagskvöld eftir að hafa rifjað upp gamlar minningar í Hljóðaklettum og Ásbyrgi.
Þetta var algerlega ógleymanleg ferð og allir gullmolarnir sem fengu að fjúka voru dásamlegir!! Eins gott að þetta er árlegur viðburður!
Í lok ágúst fór ég svo í heimsókn til Gaby minnar og Luis sem búa í Montréal í Kanada ásamt syni sínum Luka og litla bumbubúanum. Ég hef ekki hitt þau síðan ég fór í brúðkaupið þeirra í Guatemala árið 2003 og því spennan mikil, ekki síst að hitta Luka en ég tók það að mér að vera sjálfskipuð frænka daginn sem prinsinn fæddist. Það er skemmst frá því að segja að þetta var yndisleg ferð og svo gaman að koma til þeirra og fá smá innsýn í það hvað þau eru að gera í lífinu. Vonandi hafa þau tækifæri til að koma í heimsókn til Íslands fljótlega en það er svo margt sem mig langar til að sýna þeim.
Við byrjuðum á því á laugardeginum að fara til Quebec City þar sem við vorum svo "heppin" að komast á "International Festival of Millitary Bands" og var borgin því FULL af fólki sem fagnaði óspart hverju bandinu á fætur öðru. Ég verð að viðurkenna að þetta fellur ekki innan míns áhugasviðs en við notuðum daginn og skoðuðum borgina sem er einstaklega falleg og gamaldags en hún fagnar einmitt 400 ára afmæli á þessu ári.
Sunnudagurinn byrjaði með svamli í sundlauginni og sólbaði fyrir sólarþyrstan Íslendinginn en svo fórum við á vínekru þarna rétt hjá þar sem við tíndum epli og smökkuðum vínframleiðsluna. Yngsti meðlimur hópsins fór hreinlega hamförum í eplatínslunni og þurfti hreinlega að múta barninu svo hann fengist til að hætta svo gaman var hjá okkur. Á heimleiðinni sungum við svo Kalli litli kónguló á 3 tungumálum aftur og aftur og aftur þangað til móðirin gafst upp og setti Chi Chi Peralta í tækið og dilluðum við okkur og sungum si señor, si señor það sem eftir var leiðarinnar - veit ekki alveg hvort var betra ;)
Það var að sjálfsögðu stjanað við mig eins og ég væri drottningin í fjarskaniskan og allar uppáhalds uppskriftirnar frá Guatemala töfraðar fram.
Við fórum líka í gamla bæinn í Montréal (Vieux Montréal) sem var svo yndislega fallegur. Það allra besta var að við vorum þar í miðri viku þannig að það var ekki allt troðið af ferðamönnum og við gátum gengið um og notið lífsins eins og enginn væri morgundagurinn.
Chinatown var svo upplifun út af fyrir sig þó hverfið sé ekki stórt þá er eins og komið sé inn í allt annan heim.
Annars var rólegheitastimpillinn yfir þessari ferð, borðaður góður matur, slappað af, barninu spillt og verslað fyrir allan peninginn og við því að búast að nýrað verði selt svo peningur verði til fyrir visareikningnum ;) Þetta var svo akkúrat það sem ég þurfti á að halda og gott að geta hlaðið batteríin fyrir lokaátökin í skólanum. Best af öllu var þó samt að hitta þau Gaby og Luis sem alltaf eru jafn yndisleg og falleg og góð og kynnast villingnum honum Luka sem fanst þessi sjálfskipaða frænka bara nokkuð mögnuð og vildi gera allt eins og hún og var ekkert sérstaklega ánægður með að hún skyldi ákveða að fara heim. Ekki laust við að hann hafi brætt hjartað í frænkunni sem finnst hann að sjálfsögðu fallegasta og æðislegasta barn í heimi.
Nú er lífið hins vegar komið í sinn vanagang, vinna og lærdómur það sem allt snýst um og ekki laust við að ég telji dagana þangað til ritgerðinni verður skilað. Þangað til væri alveg sterkur leikur að ná að skrifa meira en 2 málsgreinar á hverjum tveimur vikum sem líða - annars verður ritgerðin frekar stutt ;)
laugardagur, september 13, 2008
Sumarið er búið .....
Birt af Gulla kl. 23:43
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
svona á það að vera-------
Já já það kom að því, skemmtisögur og flottar myndir á færibandi.. æðislegur þessi litli frændokkar :) Og ég heyrði að verð á nýrum væri gott í Mexikó.. á ekki bara að skella sér?
Kveðja mamman
Ég til Mexico - varstu ekki annars að bjóða mér???
Sæl
Greinilegt að sumarið hjá þér hefur verið skemmtilegt og mikið "brallað". gaman að lesa bloggið og sjá myndirnar þar sem maður hittist nú ekki mikið :)
Kveðja
Guffi
Já Guffi minn, myndirnar bjarga miklu - kíki reglulega á heimasíðuna hjá krökkunum til að sjá hvað þið hafið verið að bralla. Mér finnst samt að við ættum að hittast oftar þar sem myndirnar komast ekki í hálfkvisti við gott spjall við góða vini.
Luka er bara sætasti gaurinn :)
Vá b.t.w. Eygló hér ;)
Skrifa ummæli