fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Home Sweet Home

Komin heim aftur eftir velheppnaða íslandsferð sem jafnvel hefði mátt vera einum degi lengri en það þýðir víst ekkert að vera vitur eftirá.

Ætla ekki að fara að skrifa langa ferðasögu en hér kemur svona það helsta sem ég gerði á 4 dögum í Reykjavíkinni fyrir sunnan.

Fékk þær skemmtilegu fréttir þegar ég var nýlent í KEF að það væri skírn hjá Jóhanni og Önnu og dreif ég mig að sjálfsögðu þangað þegar ég komst loksins til Reykjavíkur en 45 mínútna bið í flugrútunni eftir því að lagt væri að stað frá Keflavík var ekki að gera góða hluti. Komst að lokum í veisluna og fékk að knúsa þessi yndislegu frændsystkini mín aðeins. Er strax farin að hlakka til að fara yfir til Svíþjóðar til að knúsa þau aðeins meira :)

Fór í kveðjupartý til Laufeyjar á laugardagskvöldið en hún heldur til Finnlands í skiptinám á föstudaginn. Það verður nú ekki leiðinlegt fyrir frúna að vera í faðmi Finna í eitt ár. Helsinki er að sjálfsögðu komin á listann yfir borgir sem heimsækja verður á næstunni, ekki verra að vera með boð um svefnpokapláss á júróvisjón næsta vor en fyrir þann tíma er planlagt að halda til Pétursborgar í Rússlandi, frá Finnlandi - ég verð orðin altalandi á finnsku miðað við hversu oft ég ætla að fara þangað ;)

Endaði svo laugardagskvöldið með Völlu minni á rúntinum niður laugarveginn og af gömlum vana tókum við einn hring á Hressó.

Svaf svo mikið mikið á sunnudaginn enda ekki annað í boði þegar maður er búinn að vaka í rúmlega sólarhring. Dömurnar efndu svo til mikils kökuboðs í Skálagerðinu hjá Tótu og var sú ákvörðun tekin þar að fara í dömuferð til Barcelona næsta haust. Get því haldið áfram að hlakka til ferðalaga þó ég verði komin heim og svo er að sjálfsögðu pressa á dömurnar að kíkja í dömuferð til Árósa - því fyrr því betra!

Settið kom svo á sunnudagskvöldið. Það er náttúrulega ekki hægt að láta frumburðinn koma alla leið til Reykjavíkur og koma ekki að heimsækja hann - já, ég er svolítið mikið dekruð :) Ótrúlega gott að hafa þau í Reykjavíkinni enda eru þau best í heimi.

Matarboð hjá Tótu í Skálagerðinu á þriðjudagskvöldið (félagsmiðstöðin Skálagerði öðru nafni) í góðum félagsskap Gumma, Gauju og Þuríðar Ástu en þau eru nýflutt í Kópavoginn úr dýrðinni og dásemdinni og gaman að fá þau í hópinn. Gamla er orðin ráðsett húsmóðir og bauð uppá ljúffengan mangókjúkling og hvítlauksbrauð - ég minni á skiptið þegar við fórum í sumarbústað með myglaða smjörið og útrunna vöffludeigið úr skápunum hjá Tótu ;) Ótrúlegt hvað við erum að verða þroskuð og ráðsett öll sömul ;)

Kíkti svo á Svönu, Binna og Helgu Björgu í Kúrlandið og eins og alltaf var frábært að hitta þau. Við Svana kíktum aðeins á kaffihús í smá kjaft eins og okkur er einum lagið. Mjög áhugavert að sjá krepputúrista reyna að sleppa við að borga hluta af reikningnum sínum - það er greinilegt að þau hafa ekki heyrt að það er svo nóg til af peningum í heiminum!

Pabbi keyrði mig svo út á flugvöll á miðvikudagsmorgun á mjög svo ókristilegum tíma og nú er ég sem sagt komin heim :)

Er loksins búin að setja inn myndirnar af íbúðinni minni og þær myndir sem ég tók í skírninni hennar Karitasar Guðrúnar. Set inn á eftir nokkrar myndir til viðbótar undir ágúst 2006 linkinn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hi!
Loksins komin i tolvu i helsinki. List vel a allt saman, en hef lent i miklu veseni, m.a. vardandi internet og "electronic key card" (nei finnar nota ekki venjulega lykla). Hitti tutorgrubbuna mina i dag og tad er gott ad kynnast folki eftir heldur einmanalega helgi.
kv. Laufey
p.s. ESN skiptinemasamtokin eru med ferdir til St. Petursborgar og Moskvu, svona hopferdir a godu verdi. Held ad tad vaeri agaett ad nyta tad! Verd i bandi :)