föstudagur, ágúst 04, 2006

Nu skal man drikke øl og være glad

Jú ég er á lífi og hef það bara nokkuð gott. Fór á pósthúsið í dag að sækja pakkann sem ég sendi sjálfri mér (dálítið spes, ég veit) og þá beið bara internetstartpakkinn eftir mér þar líka og búinn að bíða síðan í síðustu viku. Ég skildi ekkert í þessu því þetta átti að vera löngu komið en heppin að gamla á pósthúsinu var nógu vakandi til að taka eftir því að ég átti fleiri en einn pakka.

Annars hefur byrjunin verið róleg. Bjargaði upphafinu á Danmerkurdvölinni að hún Stína mín var í sumarhúsi í Ebeltoft og hún skutlaðist eftir mér á laugardaginn. Þar var setið og kjaftað og hlegið fram eftir kvöldi, þannig að ég var með strengi í maganum daginn eftir. Við skelltum okkur að sjálfsögðu á diskótekið í Ebeltoft sem var mjög skemmtileg upplifun og þá sérstaklega planið á skóstuldinum mikla. Ekki höfðum við þó skó upp úr krafsinu en afrakstur kvöldsins var Tuborg upptakari og voru menn misánægðir með það eins og gengur og gerist. Sunnudagurinn var svo tekinn í sólbað og afslappelsi eins og það gerist best.

Skólinn byrjaði svo á miðvikudaginn. Þetta hefur verið mjög rólegt framan af sem er mjög gott því það verður að viðurkennast að danskan er ekki upp á marga fiska. Við erum 3 frá Íslandi á námskeiðinu og svo er einn frá Frakklandi sem talar "bínulítla íslenska". Höfum við að sjálfsögðu gert hann að heiðurs Íslendingi á svæðinu.

Íbúðin mín er algert æði, ennþá dálítið tóm en það er svo merkilegt með það að í dönskum verslunum er ekkert atriði að eiga hlutina til á lager - hver getur ekki beðið í 5 vikur eftir einum svefnsófa...Maður spyr sig! Eðal vindsæng úr Jysk Sængetøjslager hefur tekið við sófahlutverkinu þangað til gullsófinn mætir á svæðið. Sjónvarp, eldhúsborð og stólar og svoleiðis smáhlutir eru ennþá á innkaupalistanum en það er nú stefnt að því að bæta úr því á morgun - ef heilsan leyfir, það er nebblega stefnt á smá djamm með liðinu í kvöld ;)

Læt þetta duga í bili - Góða skemmtun um verslunarmannahelgina og gangið nú hægt um gleðinnar dyr :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðislegt að þú hefur það gott þarna!!
Skrifa þér tölvupóst einhvern daginn þegar ég hef eh SKEMMTILEGT að segja :-)
KV. frá Halló Akureyri
Anna María og María Björk

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, til lukku að vera komin, við sjáumst kannski í skreppinu þínu hingað á klakann aftur. Þú verður svo að vera dugleg að skrifa og segja frá hvernig gengur.

Nafnlaus sagði...

Hæhó
Frábært að heyra að ferðalagið út gekk vel... nú tekur bara við stíft prógram við að innrétta höllina og æfa sig í að snakke dansk:)
Takk fyrir að kvitta í gestabókina hjá okkur,,, gott að vita að þú fylgist með AEG.
Bestu kveðjur úr rigningunni í Kef.
Maja & strákarnir