Ætti að vera að lesa fyrir próf en er í staðinn að verða búin að skrifa öll jólakortin og pakka inn öllum jólagjöfunum. Aldrei slíku vant má fólk búast við því að fá jólakortin frá mér í fyrra fallinu en ekki á sjálfan aðfangadag eða jafnvel milli jóla og nýárs ;)
Var ánægð með að vera fyrst til að setja upp jólaseríur í hverfinu (allavega mínu næsta nágrenni) en það virðist vera sem daninn stressi sig ekkert á því frekar en nokkru öðru. Ég fer nú alveg bráðum að ná að tileinka mér þetta ligeglad viðhorf en á samt enn dálítið langt í land. Ekki það að það er mjög róandi að hengja upp IKEA kransana í staðinn fyrir það að vera með venjulega seríu. Lagði ekki í nokkra klukkutíma vinnu þar sem mæla þarf bil milli ljósa í glugganum með reglustiku ... og nei, ég hef ekki verki með þessu!
Keypti líka tilbúinn aðventukrans á laugardaginn, þ.e. það var búið að vefja grenið en átti eftir að skreyta, til að spara tíma þið vitið. Nema hvað að þegar að skreytingu kom þá fannst mér "vefjan" svo illa gerð að ég tók allt grenið af og gerði þetta upp á nýtt sem þýddi það að ég var enn lengur að þessu heldur en ef ég hefði bara keypt mér greni og gert þetta allt frá grunni. Maður á greinilega aldrei að stytta sér leið og ef hlutirnir eiga að vera almennilega gerðir þá á maður að gera þá sjálfur.
Fór að sjá United - Chelsea í gær, átti ekki alveg von á að labba inn á pöbb þar sem það var alveg eins og menn hefðu aldrei séð kvenmann áður. Þeir horfðu allir á mig strákarnir þegar ég kom inn (mögulega af því að það voru svona eins og 5 konur þarna) og svo þurfti ég að brjótast í gegnum þvöguna og leita að strákunum sem voru faldir lengst inni í horni þannig að ég ætlaði aldrei að finna þá. Bara vandræðalegt...
Anna María mín og Joe alveg að fara að koma til mín, bara 31 dagur þangað til :)
Jæja, ekki meira kæruleysi - drífa lærdóminn af svo ég geti farið í að klára jólagjafirnar. Ef einhver er sérfræðingur í International Copyright er þeim hinum sama velkomið að mæta í próf 18. desember fyrir mína hönd.
mánudagur, nóvember 27, 2006
Próflestur eða jólastúss ... það er spurningin
Birt af Gulla kl. 15:00
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gulla - var einhver buin ad segja ther ad thad er bara november???
p.s. minnir mig a ad eg tharf heimilisfangid thitt fyrir jolakortid
Sammála Laufey, en allavega rosalega dugleg. Er rétt byrjuð að gera jólakortin og aðeins farin að hugsa út í jólagjafirnar en það verður allt klárað á næstu tveim vikum. Tók einmitt aðventukransinn fram um helgina og setti kerti í hann, hann var alveg ready frá því í fyrra ;o)
Þarf einmitt líka heimilisfangið til að geta sent þér jólakortið á réttan stað.
Nóvember, desember - þetta er allt það sama ;) Væri samt geggjað að eiga svona aðventukrans sem maður getur notað ár eftir ár :)
Allavega þá er heimilisf. Skejbytoften 119, 1-2, 8200 Aarhus N
Skrifa ummæli