Þegar maður vaknar þreyttur á Danmörku, náminu, rigningunni, vöðvabólgunni, strætó og fólki almennt eru góð ráð dýr. Ég ákvað að láta þetta ekki alveg eyðileggja fyrir mér daginn, skundaði í búð og fyllti körfuna af öllu sem mig langaði í þá stundina - súkkulaði, lakkrís, snakki, kóki, kexi og fleira góðgæti (gleymdi sem sagt öllu sem ég hafði lagt upp með að ætla að kaupa). Er nú búin að gúffa í mig eins og versti villimaður og langar mest til að henda restinni af draslinu í ruslið! En ef litið er á björtu hliðarnar þá kemur ógleðin alveg í veg fyrir það að ég velti mér upp úr sjálfsvorkun allavega næstu 6 tímana ;)
Þar til næst, hafið það gott og farið varlega í sælgætisátið :)
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
Sykurfíkn ... Maður spyr sig!
Birt af Gulla kl. 15:55
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
alveg er eg i sama pakka; komin med upp i kok af tolvuvirusum, internetvandraedum, profum, ritgerdum og leidinlegu folki. Hlakka til ad koma heim; knusa mommu og eta graenan opal ;)
GULLA! Þarf ég að taka þig í sömu sykurlausu herbúðirnar og Drottninguna? Er með sykurlaust-spelt-bananabrauð í ofninum.
Öfunda þig ekkert smá Laufey mín að fá að knúsa mömmuna þína um jólin og komast heim í íslenska jólastemningu. Stemningin reyndar góð hér en það verður æðislegt að vera heima um næstu jól - eins gott að það verði snjór þá en ekki rigning ;)
Gaman að sjá að þú hefur villst hér inn Drengur :) Það er nefnilega það skemmtilega við blogghringinn að maður veit aldrei hvar hann endar ;)
Tóta: Þó fyrr hefði verið! Vantar alveg einhvern til að drífa mig áfram í rétta mataræðinu og heilsuræktinni - hvenær ætlið þið eiginlega að koma og redda málunum ;) Er ekki að ná því hvað þú ert orðin mikil húsmóðir þarna í Skálagerðinu - hvernig væri að senda uppskriftir á sykurfíkilinn af sykurlausu spelt dóti ;)
hei - verd i danaveldi 17.jan -21.jan. Var ad spa i ad kikja til thin i einn, tvo daga en veit ad thu ert ad fara i prof tharna tveimur vikum seinna svo segdu bara til hvort ad thad henti ther.
p.s. get komid med helling af islensku gummeladi handa ther - hlusta nu bara ekki svona sykurlaust spelt kjaftaedi!
Skrifa ummæli