Það er ekki gott að segja til um hvaða árstíð er þessa dagana hér í Danmörku. Hitinn er alla daga um og yfir 10 gráður og ennþá lauf á trjám og runnum sem þrjóskast við að haldast þar. Lítur út fyrir að enn eitt hitametið verði sett hér í nóvember og sem dæmi um tíðarfarið hérna í Árósum má nefna að búið er að fresta opnum skautasvellsins við Musikhuset, um óákveðinn tíma, þar sem ekki er nógu kalt til þess að vatnið frjósi! Það er ekki eins og það sé desember á morgun ;)
Blessuð blíðan angrar mig þó reyndar ekkert enda lítið fyrir að hafa kaldar tásur. Væri nú ágætt samt að reyna að díla við þann sem öllu ræður og fá snjó 23. desember í nokkra daga - ég myndi alveg láta mig hafa það :)
fimmtudagur, nóvember 30, 2006
Vetur, sumar, vor eða haust
Birt af Gulla kl. 17:16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ gamla. Hér er jólasnjór:)
Skrifa ummæli