Próf á mánudaginn, það síðasta fyrir jól. Í þetta skiptið (og í fyrsta skipti síðan sögur hófust) hef ég ákveðið að láta duga að lesa bara glósurnar enda ekki alveg tími til að lesa 600 bls. um höfundarétt sem á tíðum er bara fullur af tæknimáli og öll tækni komin frá hinum vonda. Ef ekki væri fyrir sjónvarpsútsendingar og internet þá væri lesefnið helmingi minna og á mun skiljanlegra tungumáli ;) Er annars að hugsa um að skella í mig eins og 2 bjórum fyrir prófið til þess að róa taugarnar og geta þá allavega ruglað mig út úr þessu ef svo skyldi fara að kunnáttan verði ekki upp á marga fiska ;)
Jólakort og jólagjafir farnar að streyma í Gulluland, nú vantar bara jólahreingerninguna og smákökubakstur til þess að jólin geti komið. Svindluðum reyndar aðeins og höfðum Christmas dinner á fimmtudaginn þar sem allir komu með einn rétt og jólapakka og svo var spilað upp á pakkana - sem hreinlega slógu í gegn, sumir þó meira en aðrir og þá sérstaklega forláta fjólublár klósettbursti! Það þarf sem betur fer lítið til þess að gleðja þessar elskur. Ég fékk hins vegar þessa dýrindis Bangsímon eldhúsklukku sem hlotið hefur heiðurspláss í höllinni.
Þar til næst, hafið það gott og farið varlega í jólastressinu :)
laugardagur, desember 16, 2006
Allt að hafast
Birt af Gulla kl. 10:16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli