Hef ósjaldan haldið því fram að miðað við undirbúing fyrir próf þá sé stefnan tekin á 11. Það hefur nú meira verið gert til þess að peppa sjálfa mig og aðra upp í lærdómnum þegar myglan er orðin gríðarleg og nennan engin. Það hlaut því að koma að því að 11 yrði staðreynd í einkunnabókinni og merkilegt ef það var ekki bara í faginu sem ég taldi mig vera lélegasta í ;). Nú liggur leiðin bara upp á við, enda enn hægt að stefna á 13 ;)
Jólahreingerning á morgun, ekki seinna vænna þar sem "kettirnir" eru orðnir óvenju stórir miðað við árstíma ;) Svo er bara nægur tími til þess að njóta þess að jólin séu að koma - allt of langt síðan ég hef verið komin í jólafrí svona snemma. Ætla svoleiðis að gera ekki neitt, nema baka smákökur og svo er aldrei að vita nema maður skelli sér á jólamarkað í Den Gamle By, en þar er þessi mynd einmitt tekin
mánudagur, desember 18, 2006
Einhvern tíman verður allt fyrst
Birt af Gulla kl. 21:33
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Flott hjá þér til hamingju - ekki amalegt að fá ellefu :)
Skrifa ummæli