Jamm, lífstílsbreyting á dagskrá þessa dagana, átak eitthvað svo sad svo lífstílsbreyting it is. Sit við borðstofuborðið heima hjá mér og les sveitarstjórnarréttinn, langar geðveikt út að hlaupa en nenni því ekki af því ég veit að þolið er ekkert og finnst þess vegna ekki taka því að byrja. Það er líka alltaf gott að nota lærdóminn sem afsökun fyrir hreyfingarleysinu, allavega hefur það virkað vel hjá mér síðustu 4 árin. Held ég byrji bara á nýja lífinu á morgun ;)
Annars þarf ég ekki síður að taka til í hausnum á mér, einhvern vegin held ég að allir verði fyrr eða síðar að horfast í augu við það sem betur má fara í lífinu. Ef það eiga einhvern tíman að verða breytingar þar á þá verða þær að koma frá manni sjálfum.
Djúpar pælingar í gangi þessa dagana, fróðlegt að sjá hvort þær skili einhverjum árangri.
sunnudagur, september 09, 2007
Nýtt líf
Birt af Gulla kl. 12:22
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Flottar myndir af flottum stelpum :) Kv. Anita
Góður pistill
Hún er að flytja heim í Skálagerðið aftur stelpan, má ekkert vera að því að blogga! Eins gott að ég segi ykkur bara fréttirnar af henni;) (Enda get ég varla beðið eftir því að fá íbúðina mína aftur:))
Skrifa ummæli