Loksins, loksins! Loksins gerðist eitthvað jákvætt á þessu blessaða landi okkar, 1-0 sigur á Makedóníu í fótbolta nægir mér til að gleyma helv.. kreppunni þó ekki sé nema í smá stund. Öskur á sjónvarpið eru líka svo hressandi svona hvers dags ;)
Annars hefur kreppan engin áhrif á mig umfram það sem almennt er en maður getur ekki annað en borist með straumnum enda ekki um annað talað hvar sem maður kemur. Nú er ekkert annað að gera en að girða í brók, hætta að væla og rífa sig uppúr þessu! Það er eins gott að eftir 50 ár þá getum við sagt að við höfum lært eitthvað af þessu öllu saman!
Ókeypis sparnaðarráð í kreppunni frá mér er að drífa sig út í göngu - alveg fríkeypis og svo ótrúlega hressandi að anda að sér ferska loftinu. Ekki verra að slökkva á sjónvarpinu í leiðinni :) Betra en sálfræðimeðferð og ókeypis líkamsrækt! Ég fór í ótrúlega vel heppnaða göngu á Esjuna um daginn með Laufeyju, Ölmu og Iain vini Laufeyar frá Englandi sem var hér í heimsókn. Snjórinn, yndislega veðrið og skemmtilegur félagsskapur gerði þetta að mjög svo góðum degi og ég afrekaði það í fyrsta skipti að komast alla leið uppá topp - geri aðrir betur. Annars segja myndir meira en þúsund orð og koma hér nokkrar í tilefni dagsins.
Annað merkilegt er ekki að frétta héðan úr S5, ritgerðarskrif og heimildalestur í algleymingi og ég ekki alveg að standa mig nægilega vel í þeim efnum en ég SKAL þó klára á réttum tíma. Ég get hreinlega ekki meiri skóla og alls ekki meira krepputal ;) En þangað til næst, verið góð hvert við annað og reynið nú að hafa gaman af því að vera til - það þarf ekkert að kosta svo marga peninga.
miðvikudagur, október 15, 2008
Áfram Ísland
Birt af
Gulla
kl.
19:51
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli