Pínulítið hippókratískt að mitt í frostinu sem tröllríður íslensku efnahagslífi skuli snjóa í Reykjavíkinni fyrir sunnan og það í byrjun október ;) Snjórinn gleður hins vegar mitt litla hjarta og ég væri mest til í að fara bara út að leika mér! Æ, hvað það væri nú notalegt að hafa snjóinn bara fram að jólum sem minnir á það að það fer að verða kominn tími til að huga að serimóníum til að skreyta höllina í svartasta skammdeginu.
Kreppuna hef ég hins vegar kosið að leiða hjá mér enda er maður svo sem vanur henni á námslánunum ;) Mig munar bara ekkert um það að borga þennan 15 þús kall auka á mánuði sem íbúðalánin mín hafa hækkað um - þakka bara fyrir að vera ekki með lán í erlendri mynt.
Af lífinu er það að frétta að lærdómur mikill mun yfirtaka það næstu vikur og mánuði en meistararitgerðinni á að skila þann 5. janúar 2009. Eftir það verður mér alveg sama þó ég þurfi aldrei að setjast aftur á skólabekk ;) Ég er reyndar mjög spennt fyrir efninu mínu og hlakka mikið til þess að kljást við það og reyna að skila frá mér einhverju af viti. Mesti vandinn er hins vegar að festast ekki í heimildaleitinni og byrja að skrifa, 10 bls. af ca 100 komnar og mættu vera fleiri ;) Það gengur sem sagt hægt en örugglega við ritgerðarskrifin líkt og með átakið góða!
föstudagur, október 03, 2008
Snjóar í kreppunni
Birt af Gulla kl. 10:43
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli