föstudagur, apríl 28, 2006

Botni kæruleysisins náð

Það hefur sjaldan gerst að kl. 10 kvöldið fyrir próf þá eiginlega sé ég ekkert búin að læra allan daginn. Prófógleðin góða hefur nú gert vart við sig og því stefnir allt í það að prófstressið láti nú sjá sig eftir mikla bið og eftirvæntingu. Búin að lesa innan við helminginn af glósunum mínum sem þýðir að eftir eru um 4 tímar í lestri allavega... Ég vona að undirmeðvitundin hafi verið að vinna vinnuna mína síðustu vikuna og að fyrir vikið upplifi ég ekki fyrsta fallið mitt um ævina (ef frá er talið þegar ég féll í eðlisfræði í Guatemala um árið, sælla minninga og var sett í útivistarbann í kjölfarið). Það væri nú alveg til að toppa tilveruna að taka upp á því að falla svona þegar útskrift er handan við hornið og ekki séns að komast til Árósa nema ég útskrifist í sumar.

Er samt að hugsa um að fara út að hlaupa (lesist labba - þolið dugar í ca. 3 min) því veðrið er geggjað og ég hef ekki hugsað um annað í allan dag en hvað mig langar að vera úti í staðinn fyrir að hanga inni að læra.

Krossa fingur og vona að KR-heimilið sé til heilla en ekki til bölvunar.

Engin ummæli: