föstudagur, apríl 28, 2006

Sól, sól, skín á mig

Í gærkvöldi átti ég eitthvert það allra skemmtilegasta kvöld sem ég hef átt lengi. Fékk óvænt boð á tónleika með Sinfóníuhljómsveitinni, Eivöru og Ragnheiði Gröndal og var það vægast sagt stórkostleg upplifun. Ég fékk gæsahúð strax í fyrsta laginu og hún hvarf svona um það leyti sem ég settist upp í bíl eftir tónleikana. Kaffihús og kjaft um allt og ekkert á eftir gerði svo líka góða hluti enda félagsskapurinn ekki af verri endanum. Takk fyrir kvöldið yndislega fólk.

Próflesturinn gengur hins vegar ekki sem skildi enda ekki hægt að húka inni og lesa þegar veðrið er svona gott. Kæruleysið hefur fundið mig og einkennt próflesturinn til þessa. Áttaði mig á því í morgun að ég átti alveg eftir að lesa eina grein og prófið í fyrramálið! Þakka guði fyrir að lögin eru mjög ítarleg og bjarga miklu fyrir tossa eins og mig. Krossa fingur og vona að það komi ritgerðarspurning um niðurfellingu saksóknar - þá væri miklu bjargað.

Hetjustig dagsins fær fjölskyldan í Svíþjóð og sérstaklega litla prinsessan sem varð þriggja vikna í gær og er alveg að gera frænku sína ótrúlega stolta með hetjuskapnum. Knús og kossar til ykkar.

Engin ummæli: