þriðjudagur, júní 13, 2006

Allt að bresta á

Búin að panta flug til Danmerkur 28. júlí, nú þarf ég að fara að plana allt sem ég ætla að gera áður en ég fer út ;) Það munaði ekki nema 60 þúsund krónum á flugi aðra leið til Kaupmannahafnar milli Icelandair og Iceland express - merkilegt nokk. Ég græddi því 60 þúsund í dag - gott að eiga nóg af peningum!

Tapas á laugardagskvöldið. Mikið rosalega var það skemmtilegt, þökk sé ótrúlega góðum mat og ekki síður góðum félagsskap. Mikið rökrætt og mikið hlegið - Takk stelpur þetta var frábært kvöld.

Eins og mér finnst gott og gaman að fara út að borða þá hefur mér alltaf þótt mjög áhugavert að kanna hvort ekki sé hægt að fá bara næringu í æð svona dags daglega... Mér finnst óheyrilega leiðinlegt að ákveða hvað ég á að borða, hvenær ég á að borða það, svo ekki sé talað um að versla í matinn og elda. Væri mun einfaldara ef maður fengi bara 1 poka sem maður gæti fest á öxlina og hann myndi duga út daginn. Lífið væri svo mun einfaldara!

Engin ummæli: