Hlaupaferðirnar hafa snúist upp í gönguferðir. Þetta byrjaði allt saman voðalega vel, ég skellti mér í gallan, hljóp niður stigann, dró andann djúpt í anddyrinu áður en ég hætti mér út og lét svo vaða.... við sólfarið var ég svo gjörsamlega sprungin að ég íhugaði að snúa við og láta aldrei á þetta reyna aftur. Kommon, maður á nú að geta farið meira en 300 metra í fyrstu tilraun. Ég labbaði nú samt í tæpan klukkutíma og var bara nokkuð sátt á endanum. Gerði tilraun nr. 2 í kvöld en ákvað að vera ekkert að svekkja mig á því að geta bara hlaupið 300 m. svo ég labbaði bara allan tímann ;) Já, maður verður nú stundum að vera góður við sjálfan sig.
Sæbrautin er ekki sú skemmtilegasta til að ganga eftir en fjörulyktin sem ég fann, þegar létti bensínbrækjunni og lyktinni af brenndu gúmmíi, og kríugargið minnti nú bara mjög á hlaupaferðir á Sætúnssandi nema ef frá skyldi talið að nú hljóp ég ekki. Mávarnir sem éta afgangana á planinu á Aktu Taktu gerðu þetta líka enn skemmtilegra ævintýri. Verð að viðurkenna að þegar kemur að því að fara út að hlaupa þá sakna ég þess að búa úti á landi.
Er mikið að spá í útskriftinni minni þessa dagana. Langar svo ekki að vera viðstödd hana að það er ekki venjulegt. Hélt ég væri laus við það því búið var að plana ættarmót í Vestmannaeyjum sömu helgina en það er búið að fresta því. Mér finnst því miður ekkert merkilegt við þetta allt saman (Ekki eins og maður sé kominn á leiðarenda í þessu námi) og nenni ekki að leggja á mig 4 klukkutíma setu, hlustandi á hvert nafnið þulið upp á fætur öðru og horfa á hverja manneskjuna á fætur annarri rölta upp á svið og svo niður aftur. Mér leiðast svoooo svona samkomur en langar svo að finnast þetta spennandi. Foreldrum mínum finnst ég svolítið spes (held þeim hafi alltaf fundist það) og ég hef fengið svolítið misjöfn viðbrögð við því að nenna ekki að mæta. Á ég að mæta þarna fyrir einhverja aðra en sjálfa mig??
miðvikudagur, júní 07, 2006
Átak spátak
Birt af Gulla kl. 23:41
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
iss maður á bara að hafa þetta eins og maður vill - ég veit um nokkra sem geta mætt á útskriftina en nenna því ekki. Ohh svo eru þetta ekki alveg fjórir tímar, það eru ýkjur... kannski svona þrír.
þó það væri bara klukkutími, þá væri það klukkutíma of mikið að mínu mati ;)
Mér finnst að þar sem að þetta er nú einu sinni þín útskrift þá eigi þú að ráða því hvað þú gerir. Ég hugsa að ég myndi ekki nenna að mæta ef ég væri nú búin að klára þetta allt saman, en annars við tölum saman yfir lunch við tækifæri, byrja að vinna á mánudaginn.
Skrifa ummæli