föstudagur, júní 09, 2006

London baby

Ójá, gamla er bara á leiðinni til London (og það í fyrsta skipti!) í byrjun júlí - Bara stemning fyrir því. Það er ekki á hverjum degi sem uppáhalds frænkan hringir og býður manni með í helgarferð til London. Takk Rósa Björg - þetta verður besta "frænkuferð" sem farin hefur verið ;) Við skvísurnar höfum ýmislegt planað en fyrst og fremst á að njóta þess að vera til. Ég get hreinlega ekki beðið.

Af danmerkurför er það að frétta að ég er búin að fá íbúð. Hljómar vel en ég fæ myndir í næstu viku. Hef svo sem ekki miklar áhyggjur því blokkin er svo til alveg ný, íbúðin 3ja herbergja, á 3ju hæð og 3 km í skólann. Hins vegar er Ikea í göngufæri og þangað verður stefnan tekin fyrsta daginn því íbúðin er ekki með neinum húsgögnum (nema þvottavél og þurrkara sem er bara gott - vona reyndar að uppþvottavél leynist í eldhúsinu) og ég nenni ekki að hafa neitt með mér út nema fötin mín og kanski nokkrar bækur.

Það er allavega góð stemning í Gullulandi þessa dagana.

Engin ummæli: