Jeminn eini! Það er bara varla tími til að blogga því það er svo mikið að gera í skólanum og á alls konar fyrirlestrum og kynningum. Ég sem hélt að Danirnir væru svo rólegir og ligeglad en sú er ekki raunin, allavega ekki ennþá. Ég er bara búin að komast á ströndina einu sinni sem klárlega hlýtur að falla undir einhvers konar mannréttindabrot! En það er samt búið að vera ógeðslega gaman og svo fullt af skemmtilegu fólki sem ég er búin að kynnast.
Danskan er öll að koma til og verður betri með hverjum bjórnum... Er það ekki þannig að í hverjum Carlsberg séu 1000 dönsk orð?? Maður spyr sig.
Stóra svefnsófamálið hefur orðið enn stærra en það var í upphafi - afhendingin frestaðist þangað til um miðjan október - fannst það aðeins of langt þannig að ég er komin á byrjunarreit. Það koma því ekki inn myndir af íbúðinni fyrr en það er komið í lag. Undir ágúst 2006 er ég samt búin að setja inn nokkrar myndir af því sem búið er að vera að gerast.
International Parý á morgun sem verður án efa skemmtilegt og svo er bara að krossa fingur og vona að sólin láti sjá sig á sunnudaginn svo hægt verði að sóla sig á ströndinni.
Nenni ekki að vera að hafa þetta langt í bili, enda betra að þegja og vera talinn heimskur heldur en að tala og taka af allan vafa.
föstudagur, ágúst 11, 2006
Það er allt að verða vitlaust
Birt af Gulla kl. 19:00
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég smakka nú alltaf reglulega Carlsberg, en verð ekkert sleipari í dönskuni, hef reyndar verið að velta því fyrir mér hvort geti verið að ég sé of góð, allavega skildi danski leigubílsstjórinn minn mig ekki í fyrra þegar ég fór til Köben ;)
Annars gengur allt sinn vanagang hérna hjá okkur, haustið er komið á Ak city, það er allavega byrjað að rigna :(
miss u og Gulla við eelllllllllllllskum þig :)
kisurnar :)
Flottar myndir, og flottar krullur:)) við værum nú alveg til í að sjá myndir af íbúðinni sófalausri en hmm sumar eru bara svo akkúrat á sínu.Það var verið að gera grín að gömlu fyrir að hafa áhyggjur af lillunni sinni aleinni í Árósum gott að sjá að það eru fleiri þarna og að ykkur leiðist ekkert:)) Hafðu það gott paa dansk: skidegodt min skat:) og ekki klára allan Carlsberginn
Kveðja frá mömmu gömlu með sáran botninn eftir hestamennsku gærdagsins:(***
Skrifa ummæli