þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Mér finnst rigningin góð

Ekki laust við að þetta lag hljómi á repeat í hausnum á manni þessa dagana. Hér rignir eins og hellt sé úr fötu og það oft á dag!! Var ég ekki búin að fá næga rigningu heima á Íslandi? Jú ég held það bara en það er greinilegt að veðurguðirnir eru ekki á sama máli. Það hefur því verið sent út neyðarkall til Íslands og jakkar og fleiri buxur á leiðinni í pósti - Var nefnilega bara pláss fyrir hlýraboli í ferðatöskunni ;)

Á laugardaginn var International Party - mjög gaman og mikil stemning og lengi djammað. Reyndar voru ekki allir sem höfðu úthald í þetta allt saman en við létum það sko ekki á okkur fá og djömmuðum til rúmlega 6. Sunnudagurinn fór svo í lærdóm og aftur lærdóm. Myndir af herlegheitunum má sjá undir International Party.

Vakti athygli mína í Mogganum áðan að það þjást fleiri af offitu heldur en hungri í heiminum... held við ættum að skoða svolítið hvert við stefnum. Það hlýtur að vera hægt að jafna þetta út einhvern veginn - ég er allavega hætt að raða í mig kræsingum eins og ég fái borgað fyrir það!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glöð að sjá að þú ert að verða maður með mönnum og farin að blogga eins og ég. Við megum náttúrulega ekki láta það fréttast um okkur að við séum ekki hipp og kúl ;o) Ég er líka búin að liggja í kasti yfir myndunum frá Ebeltoft, rifjaði upp margar minningar...misgleðilegar, en allar skemmtilegar ;o)
Ég get ekki hætt að hugsa um Arhus og langar helst að flytja þangað NUNA !!! Þvílíkur yndisbær/borg, held ég bara verði að fara þangað í framhaldið ("konan sem gat ekki hætt í skóla") enda Sölkublómið mitt litla að ýta enn frekar undir talmeinafræðiáhugann með sínu tvítyngisbrasi.
Já Gulla, Arhús it is !!! :o)

Knús frá Dallas, Stína og Salka

Nafnlaus sagði...

Já Stína mín, Århus it is! Það er svo yndislegt að vera hérna og ég veit að þið mæðgur mynduð fíla ykkur í botn :) Verst að þið skulið ekki geta komið NÚNA, það væri svo gaman að hafa ykkur hérna.

Nafnlaus sagði...

Það er klárlega komin tími á útlandablogg vinan! Endilega pósta sem ítarlegustu lýsingum af skiptinemalífinu í Aarhus ;)

Nafnlaus sagði...

Blogga á morgun! Er að fara í gríðarskemmtilegt dönskupróf í fyrramálið og hyggst setja inn ýtarlegar lýsingar á því hvernig prófið var ;)
Annars helst að frétta að stóra svefnsófamálið virðist vera leyst og von á sófanum á fimmtudagsmorgun - Já það er fjör að vera skiptinemi ;)