Stefnan er tekin á Reykjavík á laugardaginn, verð heima í 4 daga og svo kem ég aftur út í dýrðina og dásemdina :) Það verður rosa gott að komast aðeins heim - smá galli að fjölskyldan ætlar öll að vera á Þórshöfn á Langanesi! Allar fullu töskurnar bíða eftir að það verði vandlega valið úr þeim hvað skal tekið með út og hvað kemur til með að bíða betri tíma. Sem sagt, þið sem ætlið að koma í heimsókn til mín komið til með að þurfa að grípa með ykkur aðeins af drasli fyrir dekurrófuna sem að sjálfsögðu getur ekki verið án allra skóparanna og jakkanna í útlandinu ;)
Annars gengur allt sinn vanagang, akkúrat núna bíð ég eftir því að strákarnir komi með svefnsófann til mín - það verður mikil gleði þegar hann verður kominn í hús.
Fórum í gærkvöldi á nýja uppáhalds staðinn minn - Fatter Eskil - sem verður að tilkynnast að er alger snilld. Í öll þau skipti sem við höfum farið þá er lifandi tónlist og í gær (reyndar öll miðvikudagskvöld) var "jamming session" þar sem alls konar tónlistarmenn, úr öllum áttum og af stærðum og gerðum, tróðu upp. Næsti maður greip bara gítarinn eða trommurnar eða hvað sem er og svo var bara spilað og sungið. Þetta var bara gaman og stemningin gerist ekki betri :) Vildi óska að það væri svona staður á Íslandi - er vægast sagt orðin þreytt á djamminu í Reykjavíkinni fyrir sunnan.
Valla mín á svo afmæli í dag - 25 ára gamla! Til hamingju með það dúllan mín - hlakka ekkert smá til að komast í kökuboð á laugardaginn :)
Og já, ég fór í dönskupróf í gærmorgun - alltaf gott að sjá hvar maður stendur. Hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því að hafa fallið (það gæti þó hafa gerst) en það kom mér smá á óvart hvað prófið var erfitt og langt. Flestir féllu á tíma en maður er nú kominn í svo góða æfingu í ólesanlegri hraðskrift úr lagadeildinni að ég náði barasta að klára þetta allt saman! Reyndar mjög ánægð að það kemur bara fram á diplómanu hvort við höfum staðist prófið eða fallið þannig að það skiptir í raun engu máli hvort ég hafi fengið 9 eða 6 (sem er reyndar aðeins líklegra).
Læt þetta duga í bili, sjáumst í Reykjavíkinni um helgina :)
fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Århus - Reykjavík - Århus
Birt af Gulla kl. 07:52
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hey það er kveðjuhóf hjá mér á laugardagskvöldið - býst við að sjá þig þar skvís ;)
Skrifa ummæli