Hafiði séð eitthvað jafn krúttlegt. Svona voru þeir nú einu sinni sætir og stilltir þeir Jóhann Þór, Pétur og pabbi minn :)
Af mér er lítið að frétta, hef verið í lærdómi alla vikuna, að vinna upp það sem ekki hefur verið lesið í vetur og tryggja næstu viku þegar ég verð í Finnlandi og Rússlandi :) Hef því átt mjög rólega daga en í staðinn haft mikið að gera við það að dreyma alls kyns rugl og vitleysu á næturnar. Hef vaknað svo dauðþreytt síðustu 4 daga þar sem það er svo mikið að gera hjá mér í draumunum!! Reyndar ekki jafn slæmt og þegar ég var í Zöruævintýrinu og var oft búin að taka utan af sænginni minni og brjóta saman þegar ég vaknaði eða jafnvel búin að skipta um náttföt, enda veit það hver heilvita maður að maður lætur nú ekki standa sig að því að vera í sömu náttfötunum kvölds og morgna ;)
Áhugavert samt, að þó ekki hafi verið mikið vit í öllum þessum draumum mínum þá dreymdi mig að ég væri komin aftur heim á Þórshöfn í nótt. Veit ekki hvort það er af því að ég hef ekki komið heim í svo alltof langan tíma (4 dagar um síðustu jól teljast varla með) en allavega þá labbaði ég um allt þorpið mitt og heilsaði öllum sem á vegi mínum urðu, bara eins og í gamla daga. Þurfti svo að tékka á því hvort það væri ekki allt eins og það á að vera, öll hús á sínum stað, fótbolti útá velli, unglingarnir í sjoppunni og sjómennirnir niðri á bryggju. Vaknaði í einhverju nostalgíukasti og sé dýrðina og dásemdina alveg í rósrauðum bjarma ;)
Flug til Finnlands á þriðjudaginn og svo Rússland á fimmtudaginn. Með Laufey sem leiðsögumann í Helsinki getur þetta bara ekki klikkað. Laganemamóttaka og Sauna komið á dagskrána en svo á að "play it by the ear" - finnst það svo miklu meira spennandi en að hafa niðurnjörfaða dagskrá allan tíman :) Er að farast úr spenningi akkúrat núna.
Mamma og pabbi koma svo eftir 2 vikur og ekki seinna vænna en að fara að plana allt sem þau verða að sjá í fyrstu ferð, eins gott að þau láti sjá sig oftar en einu sinni á einu ári!
sunnudagur, október 22, 2006
Draumar og annað skemmtilegt
mánudagur, október 16, 2006
Sorry for the later, I lost the street
Klárlega setning helgarinnar, sögð með sterkum ítölskum hreim og tilheyrandi handahreyfingum ;) Fíflagangur mikill einkenndi helgina og var hún vægast sagt hreinasta snilld.
Fyrir þá sem vilja fá formlega ferðasögu þá hefst nú lesturinn:
Eftir að hafa farið í rúmfatalagerinn eldsnemma á föstudagsmorgni í svefnpokaleiðangur og svo í tíma þar á eftir, var skundað niður á Hovedbanegård og lestin tekin til Álaborgar. Karolina tók á móti mér á lestarstöðinni og eftir að hafa labbað alla 100 metrana heim til hennar var boðið upp á dýrindis lasagne, reyndar svolítið útlitsgallað en við dæmum náttúrulega ekki eftir útlitinu. Fórum svo "to the street" eða á "götuna" eins og það er kallað í Álaborg, en það er gaman að segja frá því að þar er heil gata með diskótekum og börum allt á sama staðnum og mikil stemning um helgar. Hittum þar fullt af Ítölum og fleiri kreisí útlendingum, þræddum nokkra staði og dönsuðum þangað til kl. 6 um morguninn. Þetta var hin besta skemmtun, liðið svona nett kærulaust og skemmtilegt, mikið hlegið og mikið tekið af myndum eins og vera ber.
Vöknuðum svo um kl. 10 á laugardagsmorgun og drifum okkur út að skoða bæinn, ekki hægt að fara til Álaborgar heila helgi og segjast bara hafa séð "götuna"! Við löbbuðum útá höfn og fórum svo á "götuna" að fá okkur hádegismat. Fannst það dálítið vandræðalegt að að allt í kringum okkur sátu danir sem voru vel í því kl. 3 á laugardagseftirmiðdegi og við voða rólegar og dannaðar eins og alltaf ;)
"Leggjan" var svo mjög velkomin rétt fyrir kvöldmat og sváfum við í allavega 2 tíma áður en Karolina töfraði fram þennan dýrðlega pólska pastarétt (já, það var eins og ég væri drottning miðað við hversu mjög var stjanað við mig). Eftir matinn héldum við svo í partý á Luna Kollegiet með alþjóðlegu félagi vitleysinga ;) Þar voru leiknir drykkjuleikir af miklum móð og sungnar drykkjuvísur þegar leið á kvöldið ;) Fórum svo á "götuna" aftur, eftir langa leið frá kollegi-inu. Svolítið erfitt þegar three amigos fá að ráða ferðinni, stökkva yfir grindverk til að prófa rólur og rennibrautir, klifra upp um allt, faðma ljósastaura og syngja drykkjuvísur ;) Já, það var stemning! Allavega þá fundum við "the street" á endanum og líkt og á föstudagskvöldið var dansað fram undir morgun.
Sunnudagurinn byrjaði rólega en endaði svo á "Chinese Dinner" sem 2 kínverjar sem eru með Karolinu í hóp í skólanum stóðu fyrir. Þvílíkt flottur matur, súpa í forrétt og svo 4 aðalréttir sem voru geðveikt góðir þrátt fyrir að koma svolítið spánskt (jafnvel kínverskt) fyrir sjónir í fyrstu. Þau útskýrðu fyrir okkur þá hefð í Kína að gestgjafinn skálar við hvern og einn við borðið og þeir drekka saman (ef maður drekkur ekki þá er það móðgun við gestgjafann) og svo er góður siður fyrir hvern og einn gest að "drekka tilbaka" með gestgjafanum, þ.e. þakka fyrir sig og skála fyrir lífinu ;) Fórum svo að sjálfsögðu niður í "afþreyingarherbergið" og spiluðum borðtennis enda ekki annað hægt þegar gestgjafarnir eru kínverjar. "Fussball" borðið vakti líka mikla lukku þrátt fyrir að keppnisskapið hafi gripið um sig eins og við má búast þegar "fótbolti" er annars vegar. Var svona stemning eins og á opnu húsi í gamla daga í Grunnskólanum á Þórshöfn, held meira að segja að ég hafi ekki spilað borðtennis síðan þá en hef greinilega engu gleymt og fór hreinlega á kostum í hælaskónum og pilsinu ;)
Kom svo tilbaka í morgun, þreytt en ánægð með frábæra helgi. Í næstu viku er það svo Finnlandsför og ég get hreinlega ekki beðið. Verður bara gaman að hitta Laufeyju mína og sjá hvernig hún hefur það í Finnlandinu, svo ekki sé talað um Rússlandsferðina sem við erum búnar að hlakka til að fara í síðan skólinn byrjaði.
Jæja, bækurnar lesa sig víst ekki sjálfar! Fyrir þá sem eru ekki löngu búnir að gefast upp á að lesa þá setti ég inn nýjar myndir undir Álaborg :)
fimmtudagur, október 12, 2006
Ferðalög
Helgin átti að vera svo róleg, lærdómsmaraþon mikið á dagskrá enda prófdagsetningarnar komnar og það sem enn betra er prófspurningarnar að hluta komnar í hús. Sýnist allt stefna í jólafrí frá 18. desember og svo eitt próf í byrjun eða lok janúar. Voðalega "hyggeligt" allt saman. En aftur að helginni ... Allt í einu og á ca. korteri er búið að plana ferð til Álaborgar í heimsókn til Karolinu sem var með mér á dönskunámskeiðinu í ágúst. Þarf því að drífa í niðurpakki, kaupa svefnpoka og læra að það þarf ekki allt að vera niðurneglt með löngum fyrirvara ;)
Svo er alveg að líða að Finnlandsför og er spennan vægast sagt orðin gríðarleg. Það er eitthvað svo skemmtilegt við það að fara til landa sem maður hefur aldrei komið til áður, allt eitthvað svo ferskt og spennandi. Sýnist líka á blogginu hennar Laufeyjar að Finnarnir kunni sko alveg að skemmta sér ;)
Mamma og pabbi eru svo á leiðinni í byrjun nóvember og ætla að vera í viku. Það verður svo gott að fá þau og það er svo margt sem mig langar að sýna þeim, er ekki viss um að vika sé nóg fyrir þetta allt saman en þá er bara kominn góð hugmynd að vorfríi ;)
Stefnir allt í frábæra skemmtun næstu vikurnar og þá loksins hef ég kanski frá einhverju skemmtilegu að segja .... Hasta luego ;)
sunnudagur, október 08, 2006
Nýjar myndir
Var að setja inn nýjar myndir í septemberalbúmið og bætti líka við nokkrum undir ágúst 2006 en ég fékk svo skemmtilegar myndir hjá Áróru sem ég mátti til með að deila með ykkur fáu sem leggið það á ykkur að fylgjast með hvað er að gerast í Gullulandi ;)
Eins og sjá má af síðustu færslu var ég komin mjög seint/snemma heim í nótt/morgun ;) Var svona nett frosin þegar ég kom heim og nokkuð víst að næst fer ég heim í næturstrætó en ekki fyrsta strætó á sunnudagsmorgni. Hér loka síðustu staðirnir kl. 6 á morgnanna og það er nú svo merkilegt með Danina að hálftíma fyrir lokun hringja þeir bjöllu til merkis um að síðustu drykkirnir skuli nú pantaðir og svo slökkva þeir á tónlistinni!!!! Það er náttúrulega bara argasti dónaskapur!! Af hverju ekki bara að hafa opið til kl. 5.30 ... þegar ég fer að stjórna í Danmörku ... þá breyti ég m.a. þessu! Það er svo efni í nýtt blogg hversu "klárir" Danirnir eru í bisness og almennri stjórnsýslu ;)
En af gærkvöldinu er það að segja að við hittumst nokkur í heima hjá mér áður en við kíktum í bæinn. Að sjálfsögðu fengu allir Ópalskot við misjafnar undirtektir (Christjan þótti það vægast sagt viðbjóður). Fórum svo í troðfullum strætó niðrí bæ - virðist sem allir skiptinemar bæjarins hafi ákveðið að taka sama strætó og við - það er náttúrulega ekki venjulegt hvað við erum vinsæl ;) Svo var bara tekinn góður rúntur á hina ýmsu staði, mikið dansað, mikið kjaftað og mikið blikkað, pizza og svo strætó heim eld snemma því að sjálfsögðu var ekki stemning fyrir því að taka síðasta næturstrætó heim kl. 3.
... Að djamma, fram á nótt...
Þegar það er betri hugmynd að bíða í 50 mínútur eftir fyrsta strætó úr bænum á sunnudagsmorgni heldur en að standa í leigubílaröðinni, er kominn tími fyrir gamlar konur að endurskoða þessar bæjarferðir! Guði sé lof fyrir flíspeysur og lopasokka ...
miðvikudagur, október 04, 2006
Allt að gerast
Matarboð hjá mér í gærkvöldi. Hittumst stelpurnar úr dönskubekknum mínum og borðuðum saman og svo fór hluti á Studenterhus á International Night. Gaman að sjá að í svona ólíkum hópi þá hafa samt allir eitthvað til málanna að leggja og allir hafa frá einhverju áhugaverðu að segja. Verð að viðurkenna að þetta var betra en ég átti von á.
Studenterhus var bara eins og venjulega - fullt af útlendingum ;) En það var mjög fínt og gott að komast út og kjafta við annað fólk en maður gerir venjulega.
Stefnir allt í partý hjá mér um næstu helgi. Mikið plan í gangi og gaman að sjá hvort það gengur eftir ;)
Líka gaman að segja frá því að ég er búin að panta mér flug til Finnlands í lok október. Ætla að fara að heimsækja Laufey í Helsinki og svo ætlum við að fara í 4 daga ferð til Pétursborgar. Laufey greyið fær að sjá um allar reddingar í sambandi við ferðaplön og vegabréfsáritun. Þetta er því farið að virðast raunverulegt sem er eins gott því ég get ekki beðið - það er líka svo fullt af afþreyingu í boði í ferðinni að maður verður eiginlega hálf ruglaður af því að velja á milli.
mánudagur, október 02, 2006
Einbeitningarskortur.is
Búin að ná að lesa 15 blaðsíður í allan dag! Einbeitningin bara ekki til staðar en miklar aðrar pælingar í gangi ;) Arg... sumir dagar eru bara ekki mínir dagar.
Matarboð hjá mér annaðkvöld. Stelpurnar sem voru með mér í bekk á tungumálanámskeiðinu ætla að koma í International Dinner - Það ætti að verða áhugavert.