sunnudagur, október 08, 2006

Nýjar myndir

Var að setja inn nýjar myndir í septemberalbúmið og bætti líka við nokkrum undir ágúst 2006 en ég fékk svo skemmtilegar myndir hjá Áróru sem ég mátti til með að deila með ykkur fáu sem leggið það á ykkur að fylgjast með hvað er að gerast í Gullulandi ;)

Eins og sjá má af síðustu færslu var ég komin mjög seint/snemma heim í nótt/morgun ;) Var svona nett frosin þegar ég kom heim og nokkuð víst að næst fer ég heim í næturstrætó en ekki fyrsta strætó á sunnudagsmorgni. Hér loka síðustu staðirnir kl. 6 á morgnanna og það er nú svo merkilegt með Danina að hálftíma fyrir lokun hringja þeir bjöllu til merkis um að síðustu drykkirnir skuli nú pantaðir og svo slökkva þeir á tónlistinni!!!! Það er náttúrulega bara argasti dónaskapur!! Af hverju ekki bara að hafa opið til kl. 5.30 ... þegar ég fer að stjórna í Danmörku ... þá breyti ég m.a. þessu! Það er svo efni í nýtt blogg hversu "klárir" Danirnir eru í bisness og almennri stjórnsýslu ;)

En af gærkvöldinu er það að segja að við hittumst nokkur í heima hjá mér áður en við kíktum í bæinn. Að sjálfsögðu fengu allir Ópalskot við misjafnar undirtektir (Christjan þótti það vægast sagt viðbjóður). Fórum svo í troðfullum strætó niðrí bæ - virðist sem allir skiptinemar bæjarins hafi ákveðið að taka sama strætó og við - það er náttúrulega ekki venjulegt hvað við erum vinsæl ;) Svo var bara tekinn góður rúntur á hina ýmsu staði, mikið dansað, mikið kjaftað og mikið blikkað, pizza og svo strætó heim eld snemma því að sjálfsögðu var ekki stemning fyrir því að taka síðasta næturstrætó heim kl. 3.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, það er aldeilis að það er gaman að djamma í útlöndum, þið Laufey eruð alveg á útopnu í því :o)
Maður gæti haldið að það þyrfti bara ekkert að læra þarna ;o)
En annars bara smá öfund í gangi, en samt ekki. Bara gaman að vera hérna heima með litla kút þó svo að það verði frekar einhæft stundum. Bara bestu kveðjur frá Klakanum sem er sko að vera réttnefni, skítakuldi farinn að vera hérna.

Nafnlaus sagði...

Ó sussubía djammið á einni manneskju í útlandinu ! ;o)
Þarf greinilega að fara að koma með þér í þetta, við stóðum okkur nú vel á diskóinu í Ebeltoft í sumar ha :o)
Svo er alltaf gaman að horfa á eitthvað fallegt ef það fylgir með í pakkanum ;o)

Að sjálfsögðu má H&M ekki gleymast, sérstaklega þar sem að það er hætt hér á Ísalandinu góða.

Nafnlaus sagði...

Já djammið í útlöndum er alveg að slá við lélegu djammi í Reykjavíkinni fyrir sunnan ;) Það er svo aftur annað mál að nú þarf að fara að taka upp bók og lesa eins og vindurinn ef prófin eiga að nást...
Stína mín, H&M og allir sætu strákarnir bíða bara eftir því að þú komir ;) og ég að sjálfsögðu líka :)