miðvikudagur, október 04, 2006

Allt að gerast

Matarboð hjá mér í gærkvöldi. Hittumst stelpurnar úr dönskubekknum mínum og borðuðum saman og svo fór hluti á Studenterhus á International Night. Gaman að sjá að í svona ólíkum hópi þá hafa samt allir eitthvað til málanna að leggja og allir hafa frá einhverju áhugaverðu að segja. Verð að viðurkenna að þetta var betra en ég átti von á.

Studenterhus var bara eins og venjulega - fullt af útlendingum ;) En það var mjög fínt og gott að komast út og kjafta við annað fólk en maður gerir venjulega.

Stefnir allt í partý hjá mér um næstu helgi. Mikið plan í gangi og gaman að sjá hvort það gengur eftir ;)

Líka gaman að segja frá því að ég er búin að panta mér flug til Finnlands í lok október. Ætla að fara að heimsækja Laufey í Helsinki og svo ætlum við að fara í 4 daga ferð til Pétursborgar. Laufey greyið fær að sjá um allar reddingar í sambandi við ferðaplön og vegabréfsáritun. Þetta er því farið að virðast raunverulegt sem er eins gott því ég get ekki beðið - það er líka svo fullt af afþreyingu í boði í ferðinni að maður verður eiginlega hálf ruglaður af því að velja á milli.

Engin ummæli: