Helgin átti að vera svo róleg, lærdómsmaraþon mikið á dagskrá enda prófdagsetningarnar komnar og það sem enn betra er prófspurningarnar að hluta komnar í hús. Sýnist allt stefna í jólafrí frá 18. desember og svo eitt próf í byrjun eða lok janúar. Voðalega "hyggeligt" allt saman. En aftur að helginni ... Allt í einu og á ca. korteri er búið að plana ferð til Álaborgar í heimsókn til Karolinu sem var með mér á dönskunámskeiðinu í ágúst. Þarf því að drífa í niðurpakki, kaupa svefnpoka og læra að það þarf ekki allt að vera niðurneglt með löngum fyrirvara ;)
Svo er alveg að líða að Finnlandsför og er spennan vægast sagt orðin gríðarleg. Það er eitthvað svo skemmtilegt við það að fara til landa sem maður hefur aldrei komið til áður, allt eitthvað svo ferskt og spennandi. Sýnist líka á blogginu hennar Laufeyjar að Finnarnir kunni sko alveg að skemmta sér ;)
Mamma og pabbi eru svo á leiðinni í byrjun nóvember og ætla að vera í viku. Það verður svo gott að fá þau og það er svo margt sem mig langar að sýna þeim, er ekki viss um að vika sé nóg fyrir þetta allt saman en þá er bara kominn góð hugmynd að vorfríi ;)
Stefnir allt í frábæra skemmtun næstu vikurnar og þá loksins hef ég kanski frá einhverju skemmtilegu að segja .... Hasta luego ;)
fimmtudagur, október 12, 2006
Ferðalög
Birt af Gulla kl. 18:54
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hlakka til að fá þig! ;)
Og hlakka til að sjá þig ;))
Æi mi langa koma líka! Var að vinna í gær þessvegna svaraði ég ekki. Skemmti mér samt mjög vel í pásunni minni og hlustaði á skilaboðin frá þér. Hels að strákarnir í dyrunum hafi haldið að ég væri eitthvað crazy ;)
Te quiero cari
Skrifa ummæli