og formlegur próflestur hafinn :( Já tími jogginggalla, ullarsokka, matar sem elda má á 3 mínútum eða skemur er tekinn við með tilheyrandi þrifpásu - mér til mikillar gleði eða þannig ;)
Helgin hefur verið ljúf það sem af er. Lydia (sem var með okkur á dönskunámskeiðinu í ágúst) kom á miðvikudagskvöldið og fer aftur í dag. Við ákváðum að vera ekkert of aktívar í djamminu vegna próflesturs svo það var "girls night in" á föstudagskvöldið. Elduðum góðan mat og svo tók dekrið við - litun, plokkun og maskar og Nynne í tækið með tilheyrandi hlátrasköllum. Hún Nynne er danska útgáfan af Bridget Jones og alveg jafn misheppnuð ef ekki verri - Alveg nauðsynleg fyrir stelpukvöldin.
Í gærkvöldi átti nú aldeilis að lyfta sér aðeins upp í tilefni væntanlegrar einangrunar. Eftir margra tíma tilbúning var skundað á Social Club því þar er bjórinn fríkeypis milli 11 og 12 og kreppa mikil í gangi - ekki það að ég var bara í vatninu. Eini gallinn við Social Club er hins vegar að þar er meðalaldurinn ca. 18 ár og tónlistin er vægast sagt hörmung og ég segi það ekki bara af því að ég er orðin gömul! Ég gafst sem sagt upp kl. 12 og fór heim að sofa!
Nýjasta nýtt er að ég er komin í heilsuátak enn einu sinni en nú skal það takast - ég skal hunskast í ræktina alla daga í desember (nema prófdaga) og ég skal verða aftur mjó - gúdd bæjj hliðarspik og bingó!
sunnudagur, desember 03, 2006
Dekurhelgi að baki ...
Birt af Gulla kl. 14:18
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Heilsuátak er æði:) Hér gengur eins og i sögu.
Þið eruð líka svo miklir dugnaðarforkar - ég aftur á móti er alger haugur! Gott samt að vita til þess að það verður pressa á að halda átakinu áfram þegar ég kem heim ;)
Skrifa ummæli