Þorláksmessukvöld og jólin bara á morgun. Búið að baka og skúra og gera og græja, allt klappað og klárt :) Skrýtið að vera ekki á þvælingi á Þorláksmessunni, ekkert jólatré við Kaupfélagið og engir jólasveinar með karamellur og epli í poka. Verður samt skrýtnast að fá ekki jólasvein inn að rúmi í fyrramálið - Glóan mín fékk þá reyndar alla leið upp í rúm í fyrra þessar elskur.
Lambalæri frá Nýja Sjálandi á matseðlinum annað kvöld með tilheyrandi kræsingum og að sjálfsögðu sendi mamma mér laufabrauð og malt og appelsín til þess að þetta verði nú fullkomið. Anna María mín búin að pakka niður í fjársjóðskistu öllu því sem var á óskalistanum mínum frá Íslandi þannig að nú tel ég bara niður þangað til hún og Jóhann koma. Held að jólin gætu bara hreinlega ekki orðið betri :)
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vona að enginn fari í jólaköttinn og hlakka til að sjá ykkur sem flest á nýja árinu.
Jólakveðja frá Árósum
laugardagur, desember 23, 2006
Lille juleaften
Birt af Gulla kl. 19:57
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Gleðileg jól, og hafðu það nú sem allra best yfir hátíðarnar. Frábært að þér gekk svona vel í prófunum ;o)
Elsku Gulla
Gleðileg jól og hafðu það sem allra best á nýju ári.
Glæsilegt að prófin gengu vel!
Jólakveðja til Danmerkur
Ásta,Þröstur og Sunneva Rún
Elsku Gulla.
Gleðileg jól og hafðu það sem best um hátíðarnar.
Jólakveðja frá RVK
Guffi, jóhanna og Guðrún Helga
Hæ elsku Gulla mín og takk fyrir jólakortið.
Vonandi ertu nú búin að hafa það gott;o) mikið held ég að maður hefði nú borgað marga fjólubláa fyrir að fá laufabrauð og tala nú ekki um malt og appelsín á jólunum í Japan ... Njóttu þess í botn:)
Fékkstu ekki alveg örugglega nokkra Nóa Siríus mola???
Góða skemmtun um áramótin með bróðir og Önnu Maríu... ekki amalegur félagsskapur;)
Jólakveðja,
Maja, Gunni, Arngrímur Egill & Finnur
Gleðilega hátíð Gulla mín.
Jólakveðja úr Lambó
Jóhanna Lind
Skrifa ummæli