þriðjudagur, desember 12, 2006

Magasár

Hressandi að valda sjálfum sér og öðrum vonbrigðum í fyrsta prófinu ... náðist ... en ekki með tilætluðum árangri. Maður skyldi ætla að þegar maður er farinn að æla blóði sólarhringinn fyrir próf og löngu hættur að sofa í gegnum heila nótt, að maður gæti drullast til þess að koma því frá sér sem baráttan hefur snúist um síðustu vikur, sérstaklega þegar maður kann alveg efnið! En nei, það er greinilega ekki hægt að búast við því. Hver stjórnar þessu - ég bara spyr!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku Gulla.
Við finnum til með þér í þessum próflestri, það er sama vandamál á þessum bæ, Gauja er að gera okkur Þuríði Ástu brjáluð. Vildum bara senda saknaðarkveðju, vonandi sjáumst við sem fyrst. Gummi, Ásta og Gauja.

Nafnlaus sagði...

Thu veist thad best sjalf ad thad ert thu sem stjornar ferdinni.

Held ad thad se longu komin timi a ad kella skelli ser a profkvidanamskeid eda tali vid namsradgjafa. Thad virkadi hja mer (ad minnsta kosti ad einhverju leyti).

Gangi ther rosalega vel i thvi sem eftir er - thu veist thu getur thetta :)

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís,
Þú og Gunni væruð fín saman... aðeins að faðma klósettskálina fyrir próf:)
Nei án spaugs þá ert þú síðasta manneskjan sem að þarf að hafa áhyggjur...
Gangi þér rosalega vel Gulla mín og vonandi hjálpar það eitthvað að kíkja annað slagið á brosmyndir af Arngrími Agli:) Hann er algjört djók þessi drengur okkar...
Kveðja,
Maja & strákarnir allir þrír

Nafnlaus sagði...

Takk elskurnar, ekki amalegt að hafa ykkur í klappliðinu :)

Gummi: þjáningarkveðjur til Gauju, stjanaðu nú vel við hana í próflestrinum ;) Hlakka svo til að koma og sjá nýju íbúðina ykkar þegar ég kem heim.

Laufey: Held ég taki þig á orðinu og drífi mig á námskeið :)

Maja: Þessi drengur þinn er náttúrulega alger krúttsprengja, það er ekki annað hægt en að kíkja á hann á hverjum degi :)

Nafnlaus sagði...

Já Gulla mín ég tek undir það sem að Laufey sagði.

Ég gæti líka gefið þér vænan skammt af kæruleysi, fer alltaf prófin nett á því og finnst reyndar bara gaman í próftíð þannig lagað (já ég veit, ég er snarundarleg)........og svo verður maður bara að hugsa að maður kann bara það sem maður kann og það þýðir ekkert að hugsa um rest !!!

Nafnlaus sagði...

heyrdu svo er nu bara ekki seinna vaenna ad utbua oskalista um hvad thu vilt fa fra Islandi :)

Thad er bara manudur i mig!

Tharft svo endilega ad hjalpa mer ad panta lestarferdina vid gott taekifaeri - vid spjollum saman a skype :)

Dugnadarkvedjur fra tolvuhollinni!

Nafnlaus sagði...

Áfram Gulla...áfram Gulla. Þú tekur þetta mín kæra.