Það verður að viðurkennast að ég átti bara nokkuð góðan afmælisdag. Fékk að fara með Jóhanni að skoða parket og flísar á nýju íbúðina hans (ég veit! það er misjafnt hvað fólki finnst skemmtilegt) og svo fórum við í kaffi til Tótu sem var búin að myndast við að baka afmælisskonsur sem voru náttúrulega alveg að gera sig fyrir verslunarþreytta. Hvítvínsglas með Svönu og gott spjall um kvöldið gerði svo góðan dag enn betri.
Best við daginn í gær var þó að Maja og Gunni eignuðust strák sem er svo heppinn að eiga sama afmælisdag og ég og verður því sérstaklega dekraður af minni hálfu um alla ævi. Innilega til hamingju Maja og Gunni, ég get ekki beðið eftir að fá að sjá prinsinn.
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Besta afmælisgjöfin
Birt af Gulla kl. 10:31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Á ekkert að blogga aftur ;)
Skrifa ummæli