var frábær og varla að ég nenni að fara að vinna í fyrramálið ;) Fór á laugardaginn með Hjöddu til Önnu Maríu sem var í sumarbústað í Biskupstungum og að sjálfsögðu liðu ekki nema 5 mínútur frá því við komum á staðinn þangað til við vorum komnar í sólbað í heita pottinum. Er ekki frá því að marglyttan hafi aðeins látið á sjá og að ég hafi fengið smá lit. Þegar sólin var farin úr heita pottinum fórum við að skoða Gullfoss og Geysi eins og góðum túristum sæmir. Lágum annars í leti og höfðum það allt of gott eins og gengur og gerist enda ekki annað hægt í jafn góðum félagsskap.
Félagsskapurin í gærkvöldi var svo ekki af síðri endanum og "útiveislumatnum" gerð góð skil (smá einkahúmor - You had to be there). Spjall fram eftir kvöldi, ís og sælgæti - alger snilld.
Vaknaði svo í morgun eftir einhvern þann versta draum sem ég hef átt í langan tíma. Dreymdi að ég var komin heim á Þórshöfn og að spila fótbolta með stelpunum í einhverjum mikilvægum leik og ég var svo léleg að annað eins hefur aldrei sést í fótboltaheiminum. Ég skoraði svoleiðis hvert sjálfsmarkið á fætur öðru og ef ég skaut ekki í eigið mark þá annað hvort hitti ég ekki boltan eða gaf á mótherjann. Vaknaði svoleiðis í öngum mínum í morgun og hef ákveðið að frá og með deginum í dag þá er ég komin í átak! Held að draumurinn hafi verið skilaboð til mín um að fara að taka mig á enda formið í sögulegu lágmarki. Nú er bara að duga eða drepast og aumingjaskapurinn skal í burtu!
mánudagur, júní 05, 2006
Helgin ...
Birt af Gulla kl. 12:36
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Takk fyrir frábært kvöld :)
Takk fyrir sömuleiðis :)
Held að það myndi nú verða nett panikk á Klapparstígnum ef 4 rollur og 8 lömb myndu hlaupa í gegnum garðinn ;)
Skrifa ummæli