þriðjudagur, september 19, 2006

ARG

Er stundum á því að það hljóti að vera einhver þarna úti sem er svakalega illa við mig! Ég er sem sagt búin að vera að klára vegabréfsáritunarumsóknina mína til Rússlands þannig að mér verði nú hleypt inn í landið í lok október. Fannst það rosalega sniðugt að fylla umsóknina út í Acrobat Reader  og prenta hana svo út og þá væri bara eftir fyrir mig að kvitta.... Mjög góð hugmynd nema hvað að þegar ég er komin með prentarann, búin að tengja hann rétt (ég veit nefnilega hvar leiðslurnar eiga að vera!) og komin í stellingar til að prenta skjalið út - þá kviknar ekki á helv... prentaranum!!! Ég gæti öskrað en er að hugsa um að sleppa því vegna þeirrar nýju stefnu að vera yfirleitt til stakrar prýði og fyrirmyndar.  Og til þess að toppa þetta allt saman þá er byrjað að rigna aftur!

Annars hefur stemningin verið góð og hún kemur til með að haldast góð um leið og mér tekst að laga prentarann sem mér skal takast að sjálfsögðu.

Glóan mín á afmæli í dag, er orðin 22 ára skvísan. Til hamingju með daginn engillinn minn. Te quiero mucho.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gulla! Held að þú eigir ekki að fylla þetta út í tölvunni - flestir handskrifa þetta hér með hástöfum svo plís ekki skera þig úr - þá gætu þeir farið að skoða þetta eitthvað nánar! (að ég held minnsta kosti).

Nafnlaus sagði...

Held það skipti engu máli hvernig þetta er gert - finnarnir eru bara svo greindarvísitöluskertir að þeir fatta ekki tæknina ;) Annars get ég ekki gert þetta fyrr en seinna því prentarinn minn er bilaður og ég þarf að fá mér nýjan (var að fá að prenta þetta út annars staðar)